mánudagur, júlí 30, 2007

Leggjabrjóturinn

Eftir mikla skipulagningu var loksins haldið af stað í gönguferð yfir Leggjabrjót úr Botnsdal á Þingvöll. Byrjaði dagurinn eldsnemma þar sem Reynir og Halldór keyrðu á Þingvöll og skildu eftir bíl þar. Síðan var haldið í Mosfellsbæinn og beðið eftir Hilmari og tengdaföður hans sem að skutlaði okkur í Botnsdal í Hvalfirði. Komið var á staðinn um 9 og í för voru Halldór, Hilmar, Reynir og Valgerður.

Ferðin sóttist nokkuð hratt til að byrja með í góðu veðri og fólk spennt fyrir ferðinni. Fljótlega fór hungrið að segja til sín hjá hluta hópsins og var ákveðið að á við Sandvatn. Þar var ferðin tæplega hálfnuð og fólk hámaði í sig nestið. Eftir það var setið í sólinni og spjallað í dágóðan tíma. Einnig styttum við okkur stundir með smá fíflalátum auk þess sem fyrsta neðansjávarvarða Sandvatns var búin til.

Haldið var áfram og að lokum náðum við hæsta punkt þar sem Leggjabrjótur er skammt frá og að sjálfsögðu var tekin hópmynd þar. Á þessum tímapunkti var hitinn farinn að aukast og sólin að rísa hærra. Síðasti hluti ferðarinnar gengum við meðfram Öxaránni í aflíðandi halla með útsýni yfir Þingvöll. Að lokum komum við að bílnum þar sem var lagst í grasið, étið og rætt um viðburði dagsins.

Er þetta nokkuð auðveld ganga sem ætti að taka um 4-6 tíma fyrir fullfrískt fólk. Nóg er að sjá á leiðinni þar sem Botnsúlur og gljúfur Öxarár standa helst upp úr. Einnig var gaman að koma að Sandvatni og upp á Leggjabrjót þar sem maður sér greininlega af hverju hann ber það nafn. Að lokum vil ég skora á Halldór að setja inn einhverjar myndir úr ferðinni.

Kveðja úr vesturbænum,

ReynirJ

5 Comments:

At 1:22 e.h., Blogger Asta said...

Maður verður greinilega að skella sér í þetta fljótlega, hélt að þetta væri lengra.

 
At 3:07 e.h., Blogger Halldór Jón said...

Frábær ferð og veður gott. Reyndar var ég með stórt sár eftir hægri skóinn minn, smá nudd. Þarf að endurskoða fótabúnaðinn fyrir næstu ferð.

 
At 8:03 e.h., Blogger Hilmar said...

Ég minnist nú ekki að hafa farið í þessa göngu, ertu viss um að þetta hafi verið ég?

 
At 9:54 f.h., Blogger ReynirJ said...

Jaahhh, þykist nú nokkuð viss um að það hafi verið þú.

 
At 10:23 f.h., Blogger Hilmar said...

Jú alveg rétt man það núna þetta var ég. Minnti að ég hafi verið á Risaballi

 

Skrifa ummæli

<< Home