þriðjudagur, júlí 31, 2007

Hratt flýgur fiskisagan

Varla frásögufærandi en Sandvatn er eitt fiskveiðivatn landsins þessa dagana. Á göngunni yfir leggjabrjót nældi ég mér í nokkra laxa en þurrkatíðinn í sumar hefur greinilega haft áhrif á fleira en gróðurinn enda fiskurinn frekar þurr að sjá. Vegna plássleysis í bakpokanum voru fiskarnir jarðaðir á staðnum svo ég verð að bíða með að fá einn uppstoppaðan 30punda lax á stofuveginn.
Ég legg því til að i næstu ferð verður almennilegur veiðibúnaður tekinn með, því aldrei veit maður hvenar maður lendir á svona fiskerí aftur.
Jæja það er fiskilykt af þessu öllu saman
kv Himmi Kvótalausa fíflið

2 Comments:

At 8:39 f.h., Blogger Halldór Jón said...

Já það var svakalega gaman að glíma við þessi skrímsli, við getum kannski farið seinna og fengið okkur graflax. Tókstu ekki örugglega punkt þar sem þeir eru grafnir?

 
At 9:52 f.h., Blogger ReynirJ said...

Já, maður hefur nú sjaldan lent í öðru eins fiskeríi og var þarna.

 

Skrifa ummæli

<< Home