Snæfellsjökull sigraður
Það var að morgni laugardags 29. mars að við Hilmar lögðum í ferð með það að markmiði að ganga á Snæfellsjökul. Allir þekkja þetta eldfjall sem að sést svo vel frá Reykjavík á góðviðrisdögum og hefur margur dreymt um að ganga á fjallið. Loksins gafst tækifæri til þess.
Var lagt af stað úr bænum klukkan 7 um morguninn í ágætu veðri með þremur lánsmönnum, pabbi og tveir vinir hans. Uppganga hófst kortér yfir 10 í björtu veðri en hífandi roki og skítkalt. Gekk ferðin upp nokkuð greiðlega en það kólnaði jafnt og þétt þegar ofar dró ásamt því að það hvessti með skafrenningi. Eftir um fjögra tíma erfiði komumst við loksins á toppinn í skítakulda og roki. Útsýnið var ekkert og frost var -12. Einn fararstjórinn sagði að með vindkælingu var frostið rúmlega 30 gráður. Sáust kalblettir í andlitum sumra og voru fingur og tær hætt komnar.
Eitt augnablik birti aðeins til og hlupum við Hilmar og tókum þessa mynd af mér með klettinn í baksýn. Sekúndu seinna hvarf hann í skafrenninginn. Auðvitað stillti Hilmar sér síðan upp með 66°norður flaggið sitt. Sést vel á búnaði hans hve kalt var þarna uppi.
Niðurgangan gekk ágætlega en það tók svolítið á fæturnar. Fannst sumum hún erfiðari en uppgangan. Að lokum þá fékk ég eina mynd lánaða hjá honum Magga sem að trackaði leiðina með nokkrum tölulegum upplýsingum.
Óhætt er að segja að þessi fjallganga var vel þess virði. Hins vegar mun maður fara aftur þarna upp þegar veður er betra til þess að geta notið útsýnisins betur. Stefnan er síðan á Eyjafjallajökul eftir eina og hálfa viku. Það verður gaman...
Reynir
3 Comments:
Já mikið helvíti var kalt
Já alltaf gaman að sigra tinda :) Ætlaði að reyna að pota mér með í Eyjafjallajökulsgönguna, en hún hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum sagði mér mjög fruntulega að það væri ekkert pláss. Þannig að það verður að bíða betri tíma. En góða skemmtun!!
Já alltaf gaman að sigra tinda :) Ætlaði að reyna að pota mér með í Eyjafjallajökulsgönguna, en hún hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum sagði mér mjög fruntulega að það væri ekkert pláss. Þannig að það verður að bíða betri tíma. En góða skemmtun!!
Skrifa ummæli
<< Home