Pallafjör!
Vorum að spá í að bjóða í pallafjör þann 15. ágúst (föstudagur).
Ef það verður hinsvegar rigning þann dag þá verður ekkert pallafjör en þá höfum við 16. ágúst til vara.
Fjörið byrjar um 19 leytið. Kveikt verður á nýja grillinu þannig að hvers kyns veitingar eru velkomnar sem hver og einn mun sjá um fyrir sig. Við getum séð um einhverskonar meðlæti (þ.e. ef það er ekki mjög flókið) og/eða eftirrétt. Óáfengir drykkir verða á boðstólnum en áfenga drykki verði þið að koma með sjálf ef sá galsinn er á fólki.
Það væri gaman ef sem flestir gætu komið – langt síðan allir jakar og makar hafa komið saman.
Endilega látið heyra í ykkur.
11 Comments:
Líst vel á þetta...
Gott plan. Kem ferskur.
Við athugu mmeð pössun, komum ekki ef þetta er Palla þrek tími
Við mætum ef við förum ekki norður á Djúpavíkurdaga :)
Við getum fengið pössun á föstudeginu svo vonandi verður veðrið gott þá.
Herdís
Við reynum að hafa þetta á föstudeginum og ekkert kjaftæði.
held að við séum bókuð í partý á laugardeginum svo að við vonum líka að föstudagsveðrið verði gott.
Þetta verður á föstudaginn sama hvernig veðrið verður.
Ljómandi... við komum þá. Best að fara að redda pössun.
Þá er komið að hitting í kvöld. Eins og áður sagði verður grillið heitt og hver kemur með mat fyrir sig. Ef fólk ætlar að grilla hamborgara eða pylsur þá er til meðlæti með því á Þrastarhöfðanum. Ef fólk ætlar að grilla steik eða kjúkling þá er best að koma með meðlætið með sér. Eitthvað er til af gosi á Þrastarhöfðanum en fyrir þá sem þamba mikið ráðlegg ég þeim að koma með gos með sér. Bjór og annað áfengi er að sjálfsögðu leyfilegt að koma með í Þrastarhöfðann enda erfitt að banna slíkt þegar Jakar koma saman. Boðið verður upp á fordrykk.
Hlakka til að hitta ykkur í kvöld á pallinum.
Mæting um 1900
Skrifa ummæli
<< Home