þriðjudagur, maí 20, 2008

Smá Eurovision veðmál

Jæja, eru ekki allir spenntir fyrir fimmtudagskvöldinu?
Erum að fylgjast með fyrri hlutanum núna, nokkur ágæt lög sem gætu alveg komist áfram.
Vorum að spá hvort fólk væri ekki til í örlítið Eurovision veðmál?
Spá hvaða 10 lög komast áfram, en ekki segja það hér, og sá/sú sem er með flest rétt vinnur 1 stk öl frá hverju pari.
Hvernig líst ykkur á? Bara hafa smá fútt í þessu.
Hvað á svo að eta á fimmtudagskvöldið? Er fólk til í grill eða hvað?
Við vorum að velta fyrir okkur djúsí hammara. Aðrar tillögur? Annars má fólk auðvitað ráða bara sjálft hvað það kemur með.
Er ekki svo sniðugt að allir komi með eitthvað gúmmulaði (snakk, nammi, osta eða eitthvað slíkt) með sér svo það þurfi ekki einhver einn að leggja út fyrir alla hina? Mæting kl. 18:00?

Áfram Eurobandið!

Valgerður og Halldór.

3 Comments:

At 8:50 e.h., Blogger Unknown said...

Mér líst vel á þetta, mæti snemma.

 
At 4:11 e.h., Blogger Þórður Már said...

Við erum alveg til í sveitann hambó... Eigum við ekki bara hver að koma með mat sjálf svo það sé ekki e-ð borgunar vesen ? Við mætum hress og kátt á kjaló kringum 6

 
At 10:57 f.h., Blogger Asta said...

ætla að vera með hvítlaukssúpu (uppskrift sem amma tók úr vikunni fyrir 15 árum, þynnkusúpa Hemma Gunn) en það er líka öllum velkomið að nota grillið ef að þeir vilja. líst vel á veðmálið

 

Skrifa ummæli

<< Home