mánudagur, október 17, 2005

Afmæli???

Sælt veri fólkið!

ég þakka þeim sem að voru viðstaddir á Eggertsgötunni á laugardagskvöldið fyrir flott kvöld, allavega skemmti ég mér vel, enda var löngu kominn tími á hitting. Þar var rætt um komandi afmæli. Að mínu mati er nauðsynlegt að taka okkar fyrsta afmæli með trompi!!!
Stefán hvað ert þú að hugsa með afmælið þitt? Varstu eitthvað að pæla í að sameina þessi tvö stórafmæli? Hvenær varstu að pæla í að halda upp á amælið þitt eða ætlaru að halda uppá afmælið yfir höfuð???
Það er allavega möst að við Jakarnir hittumst og tökum verulega á því, poppum þetta aðeins upp, og fögnum árs afmæli okkar!!! Eru einhverjir með óska dagsetningar ?

p.s. minni Jaka og maka á að koma í sínum fínustu undirfötum í næsta Gigg!!! Upphitunin á laugardaginn heppnist ágætlega og á ég ekki von á öðru en það verði hart barist á næsta móti!!! Keppt verður karla- og kvennaflokki og einnig sameiginlegum flokki!!! Hver hlýtur hin eftirsóknaverða titil Brókarmeistari Jaka 2005??? Spurning um að leggja í púkk og fjárfesta í vinning og farandsbikar!

Jæja látið í ykkur heyra

Kveðja,
KANSLARINN

8 Comments:

At 11:12 f.h., Blogger Asta said...

Við erum alveg til í að sameina þessa tvo atburði. Stebbi á afmæli sunnudaginn 13.nóv er ekki bara málið að hafa sunnudagskaffi og kökur:) Nei við vorum að hugsa um rosa partý laugardaginn 12.nóv, er þetta ekki frí helgi þeirra sem eru að vinna um helgar??

 
At 1:10 e.h., Blogger Hilmar said...

ég er í fríi 12.nóv

 
At 2:23 e.h., Blogger Hilmar said...

líka laus 11.nóv

 
At 3:26 e.h., Blogger Asta said...

Ég held að föstudagurinn ætti alveg eins að vera í lagi og laugadagurinn. Á samt eftir að tala við Stebba, þó að ég sé frek þá þori ég nú ekki annað en að ráðfæra mig við hann út af hans eingins afmæli

 
At 8:50 e.h., Blogger ReynirJ said...

Þetta er nú afmælið hans Stebba og hann á bara að skipuleggja það á þeim degi sem að hentar honum. Síðan reynir fólk að skipuleggja sig í kringum þá dagssetningu sem að verður ákveðin. Það er nú bara mín skoðun...

 
At 10:44 e.h., Blogger Stebbi og Bílahornið said...

Dagsetning fyrir afmælispartýið mitt og Jakanna hefur verið ákveðin fyrir mig (Takk Nilli :) he he). Að öllu gamni slepptu þá verður það föstudaginn 11.nóv. Að sjálfsögðu er skyldumæting fyrir alla Jaka!!

 
At 8:39 f.h., Blogger Halldór Jón said...

Lýst vel á þetta plan og vona að sem flestir sjái sér fært að mæta.

 
At 11:49 f.h., Blogger Elías Már said...

11. nóv er fínn dagur. Elli í fríi og svona. Lifi JAKAR.

 

Skrifa ummæli

<< Home