mánudagur, nóvember 28, 2005

Það er kominn tími til

Sælir allir JAKAR.

Þar sem Íþróttamálaráðherrann virðist vera týndur í Hafnarfirðinum og kemst ekki inn á óravíddir JAKA-bloggsins, ætla ég að gerast svo djarfur að setja á Keilumót JAKANNA 2005. Mótið verður haldið í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð þann 7. 12, já ég endurtek miðvikudaginn 7. desember kl. 20:30.

Eru JAKAR vinsamlega beðnir um að láta vita með því að svara hér að neðan um hvort þeir ætli að mæta eður ei.

Ég er nefnilega farinn að vera þreyttur á að vera Keilumeistari JAKANNA án þess að keppa.

Svo er það annað. Hvenær á að halda annan aðalfund og setja þessi blessuðu lög á félagið, hefja innheimtu félagsgjalda og fleira í þeim dúr.

Meira síðar.

Le Champion le Vin

3 Comments:

At 1:44 e.h., Blogger Halldór Jón said...

Maður reynir auðvitað að kíkja á þetta. Mér er alveg sama um dagssetninguna

 
At 2:24 e.h., Blogger Þórður Már said...

Ég er til í þetta kringum þessa dagsetningu. Gott að komast burt frá próflestri um stund.

 
At 8:31 e.h., Blogger Valgerður Ósk said...

Væri til í eins og eitt keilumót. En er ekki máltækið: það skiptir ekki máli hver sigrar, bara að vera með, örugglega við lýði ;)???

Valgerður

 

Skrifa ummæli

<< Home