Ég var sannspár
Það er ekki á hverjum degi að maður reynist sannspár. En í þessu tilviki hef ég verið það, ekki nema að Einar Bárða og Þorvaldur Bjarni hafi ekkert annað að gera en að stela hugmyndum frá bloggsíðu JAKANA. Þetta er klárlega stuldur á hugmynd JAKANA og legg ég til að við fáum 20milljónir í ferðasjóð fyrir svona gróft brot.
Legg ég til að Lögfræðingur JAKANA verði kosinn á næsta aðalfundi. Hann/hún mun halda utan um lög JAKANA og Standa í málaferlum.
Ég Hinsvegar sæki hér með um að fá embætti mitt breytt úr Ímyndasköpuður JAKANA í Spámaður JAKANA
Færsla frá 15.desember 2004
Jólaglögg
Jæja þá er farið að líða að jólum og ég er að verða geðveikur á lestri bókarinnar Remote sensing and image interpretation. Bara búinn að lesa hana í svona viku núna, lífið snýst hreinlega þessa dagana um að lesa jörðina að ofan.Ein svo pæling með komandi Afríkuferð ég er komin með hugmynd að því að vinna okkur inn milljarða. sko hér er pælingin, nú í ár var lagið með Band-Aid endurútgefið þarna lagið do they now it´s X-mas eitthvað. útgáfan var að 20ár voru síðan eða eitthvað álíka. Það er bara gott og blessað en það sem margir eru búnir að gleyma er að Íslendingar reyndu það sama með útgáfu lagsins, Hjálpum þeim með hjálparsveitinni. Fyrir þá sem eru ekki að kveikja þá getið þið nálgast það hér. málið er þannig að það var gefið út 1985 svo það er ekki 20 ára fyrr en 2005. hvað segið þið eigum við að slá til og endurútgefa lagið áður en birgitta, jónsi, nylon og fleiri börn Einars Bárða ákveða að arðræna íslensku þjóðina en einu sinni.Allir að sækja lagið og byrja að æfa sigég panta að syngja línurnar hans Eiríks Haukssonar
„Hjálpum þeim" gefið út að nýju
Þeir Einar Bárðarson, tónleikahaldari og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarmaður, eru þessa dagana að undirbúa framleiðslu á nýrri útgáfu af laginu „Hjálpum þeim" sem var upprunalega hljóðritað árið 1986, gefið út og selt til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar.
Lagið var sungið af mörgum helstu söngstjörnum á þeim tíma, svo sem Bubba Morthens, Helgu Möller, Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, Björgvin Halldórssyni, Eiríki Haukssyni, Kristjáni Jóhannssyni, Þórhalli Sigurðssyni og Pálma Gunnarsson.
Samkvæmt upplýsingum frá Einari Bárðarsyni verður nýja útgáfan tekin upp í nóvember og er platan væntanleg í verslanir og á Tónlist.is um næstu mánaðarmót. Allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til Hjálparstarfs kirkjunnar rétt eins og árið 1986 þegar lagið var fyrst gefið út, m.a. með vísun til söfnunar vegna jarðskjálfta, sem nýlega urðu í Pakistan og á Indlandi.
Nýja útgáfan er unnin í samvinnu við Jóhann G. Jóhannson og Axel Einarsson, höfunda lagins, sem báðir hafa lýst yfir ánægju sinni yfir því að lagið verði nú endurunnið. Björgvin Halldórsson, sem stjórnaði upptökum á á laginu árið 1986, hefur einnig verið með í ráðum við endurgerðina.
Þeir Einar Bárðarson, tónleikahaldari og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarmaður, eru þessa dagana að undirbúa framleiðslu á nýrri útgáfu af laginu „Hjálpum þeim" sem var upprunalega hljóðritað árið 1986, gefið út og selt til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar.
Lagið var sungið af mörgum helstu söngstjörnum á þeim tíma, svo sem Bubba Morthens, Helgu Möller, Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, Björgvin Halldórssyni, Eiríki Haukssyni, Kristjáni Jóhannssyni, Þórhalli Sigurðssyni og Pálma Gunnarsson.
Samkvæmt upplýsingum frá Einari Bárðarsyni verður nýja útgáfan tekin upp í nóvember og er platan væntanleg í verslanir og á Tónlist.is um næstu mánaðarmót. Allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til Hjálparstarfs kirkjunnar rétt eins og árið 1986 þegar lagið var fyrst gefið út, m.a. með vísun til söfnunar vegna jarðskjálfta, sem nýlega urðu í Pakistan og á Indlandi.
Nýja útgáfan er unnin í samvinnu við Jóhann G. Jóhannson og Axel Einarsson, höfunda lagins, sem báðir hafa lýst yfir ánægju sinni yfir því að lagið verði nú endurunnið. Björgvin Halldórsson, sem stjórnaði upptökum á á laginu árið 1986, hefur einnig verið með í ráðum við endurgerðina.
Það er skítalykt af þessu öllu saman
Hilmar Spámaður
5 Comments:
DJÖ.......... við getum orðið rík. Förum í mál við þessa skratta. HVernig sérðu framtíð Jakanna herra spámaður?
Það er þá komið á hreint. JAKA-bloggið er lesið út um allt. Hvaða hugmynd verður stolið frá okkur næst????
ég er nú ekki orðinn spámaður strax það á eftir að setja mig í embættið, svo ég leggst bara yfir garnir þangað til
Annars spái ég því að í byrjun Janúar verður Einar Bárða í Samstarfi við Þorvald Bjarna og Idol Krakkana með Grímuball í smáralind bara 4900kr inn og veðrlaun fyrir flottasta búningin
Mér varð nú hugsað til einmitt þessarar færslu þegar ég las þetta í blaðinu um daginn. Ætlaði einmitt að birta færslu um spádómshæfileika Hilmars. Eins og Elli segir þá er JAKA-blöggið greinilega lesið af öllum helstu fyrirmönnum í þjóðfélaginu. Þá er bara spurning um að setja upp enska útfærslu líka til að vegur og virðing Jakanna nái frekari rótum erlendis.
Skrifa ummæli
<< Home