fimmtudagur, október 27, 2005

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið

Jæja góðu Jakar nær og fjær. Eins og kannski flestir vita þá starfa ég í flugbransanum og á þeim bænum er allt skipulagt langt fram í tímann. Fyrir um það bil viku síðan þá var ég að setja upp áætlun um það hvernig við ætlum að fljúga um jólin, þannig að það gildir að vera snemma á ferðinni í að skipuleggja í þessum bransa. Það sama virðist vera með Jakana það verður að skipuleggja allt með góðum fyrirvara til þess að sem flestir geti mætt á þá fáu en góðu viðburði sem eru í boði hjá okkar fína félagi. Næsta samkoma Jakanna verður þann 11. nóvember, bara svona að minna á það. Fyrir nokkrum dögum kom þessi líka fína hugmynd frá okkar ágæta Kannslara honum Nilla um að halda aðeins öðruvísi partý. Þessari hugmynd var vel tekið af undirritaða og fleirum. Hugmyndin er sú að halda á nýju ári nánar tiltekið þann 21. janúar 2006 búningapartý þar sem allir verða að koma í einhvers konar búningum (bannað að vera dómari eða leikmaður FH, Elli). Með því að setja niður þessa dagssetningu með um 3 mánaða fyrirvara ættu allir að geta notað tímann til þess að finna sér flottasta búning í heimi. Staður hefur ekki verið ákveðinn en nokkrir staðir koma til greina. Algjör skilda er að mæta í búning af einhverju tagi og er skilyrði að fólk leggi nú smá metnað í það verk. Þeir sem eru spenntir fyrir uppákomu sem þessari eru vinsamlegast beðnir um að setja þetta í reminder í símanum sínum og það strax. Það er ekki hægt annað en verða með í svona frábæru partýi sem verður án efa mjög fyndið og skemmtilegt. Svo ætti auðvitað að ríkja leynd yfir búningavali hjá hverjum og einum. Endilega látið heyra í ykkur varðandi þetta, því þetta verður án efa fyndnasta partý næsta árs.

11 Comments:

At 10:57 e.h., Blogger Hilmar said...

Bara halda þetta á leynilegum stað þar sem engin þekkir okkur svo mannorð okkar eigi ekki hættu á að skaðast:)

 
At 11:12 e.h., Blogger dísella said...

Ég er strax farin að huga að búningavali. Hlakka mikið til :o)

 
At 6:32 f.h., Blogger Halldór Jón said...

Já, maður er strax farinn að huga að búning. Þetta verður bara gaman.

 
At 10:32 f.h., Blogger Asta said...

Ég á sko flottasta búningin þið eigið eftir að sjá það :)

 
At 1:30 e.h., Blogger ReynirJ said...

Ég held ég viti nú hvaða búningur það er. Maður er strax farinn að pæla í búning og er kominn með góða hugmynd um hvað skuli gera.

Auk þess efast ég ekki um að þetta verði gaman og öðruvísi...

 
At 2:11 e.h., Blogger dísella said...

Við skulum reyna að hafa það algjört leyndarmál í hverju við mætum þá verður þetta meira spennandi og skemmtilegra fyrir vikið

 
At 3:31 e.h., Blogger ReynirJ said...

Sammála því, þetta verður að vera algjört hernaðarleyndarmál.

 
At 11:51 f.h., Blogger Halldór Jón said...

Búningurinn er algjört hernaðarleyndarmál, og ekki gleyma að taka daginn frá tímanlega.

 
At 11:59 f.h., Blogger Valgerður Ósk said...

Ég hlakka alveg geðveikt til, mig klæjar í puttana að fara máta búninga, hehehe. Ég og Halldór erum búin að vera spá mikið í þessu og þetta verður svaðalegt!!!

 
At 1:17 e.h., Blogger Elías Már said...

Æi Halldór þú ert búinn að eyðileggja búningavalið fyrir mér.

Nei, bara smá djók, ég kem á óvart.

 
At 6:48 f.h., Blogger Halldór Jón said...

Það sama gildir um alla aðra fótboltabúninga Elli, bannað að mæta sem leikmaður Liverpool (eins og það sé eitthvað eftirsóknarvert þessa dagana, eða þannig)

 

Skrifa ummæli

<< Home