föstudagur, nóvember 11, 2005

Í Tilefni Dagsins

Í tilefni dagsins vil nota tækifærið og óska öllum JÖKUM innilega til hamingju með daginn og koma um leið með nokkrar nýja tillögur. Nú þegar félagið okkar er orðið 1.árs og rétt byrjað að skríða er ekki úr vegi að fara ræða framtíðina. Á þessu ári sem hefur liðið hefur ýmislegt verið brallað svosem, Keiluferðir, sumarbústaðarferð, party, Fimmvörðuhálsgönguferð dauðans, hellaskoðunarferðir og ýmislegt fleira. En þetta er aðeins framtíðinn segi ég.
Á næsta aðalfundi sem verður haldin þegar öllum hentar legg ég til að tekin verða upp reglur JAKANA og Félagsgjöld, fara í að framleiða merkið og fána, skipulegja hálendisferð og útilegur, svo eitthvað sé nefnt.
JAKAR er eitthvað sem við gerum verið öll stolt af og hver veit nema að á komandi öðru starfsári við komumst á blöð sögunar með áframhaldandi ævintýra og skemmtanaþrá.Ég sé fram á skemmtilegt starfsár með óvæntum uppákomum.
Við hittumst svo vonandi öll í kvöld, reyndar til að fagna öðrum tímamótum í lífi eins JAKANS en ég legg til að hrópað verði þrefalt húrra fyrir JÖKUM og auðvitað líka Stebba í kvöld.
lifið heil
Hilmar Spámaður

3 Comments:

At 5:07 e.h., Blogger Halldór Jón said...

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN JAKAR!!!!

 
At 4:51 e.h., Blogger Valgerður Ósk said...

Til hamingju með daginn allir Jakar og makar... og takk kærlega fyrir gærkvöldið, snilld:)

 
At 8:30 e.h., Blogger Hilmar said...

Verða einhverjar myndir birtar úr þessu afmæli?

 

Skrifa ummæli

<< Home