þriðjudagur, janúar 17, 2006

Óð fluga nálgast búninga

Jæja þá er farið að styttast aldeilis í Búningapartíið og vona ég að allir séu komnir með heildarmynd á búningana sína. Á mínu heimili er fólk eitthvað að berjast við hósta og kvef enda mikið álag sem hvílir á mani. Ég var að velta fyrir mér hvort að það væri einhver stemming fyrir singstar keppni. ég gæti komið með græjurnar ef áhugi er fyrir hendi. það er aldrei að vita nema að manni langi til að grípa í hljóðneman þegar líða fer á kvöldið. líka spurning hvort fólk eigi að koma með sér eitthvað snakk eða einhver önnur spil til að stytta okkur stundir. Ég legg svo til að þetta kvöld verði allt kvikmyndað og ljósmyndað upp á sekúndu því ég held að margir gullmolar eigi eftir að verða til eftir kvöldið.
Svo er bara spurning um að fara koma með hugmyndir að næstu samkomu, ég styð þorrablót eða sumarbústaðaferð með heitum potti, hellakoðun eða sleðaferð.
Er ekki annars ákveðið að þetta verði á Kjalarnesi.

13 Comments:

At 11:52 e.h., Blogger Valgerður Ósk said...

Hósti og kvef hefur herjað á okkar bæ líka en maður lætur það ekki slá sig út af laginu, hlýtur að hverfa í allri drykkjunni sem mun pottþétt verða á laugardag:) Búningarnir eru allir að koma til og einungis smávægilegar lagfæringar eru eftir.
Mér líst vel á singstar keppni. Mæli eindregið með því að þetta kvöld verði kvikmyndað og digitalað því þetta verður brandari ársins.
Ég styð sumarbústaðarferð með heitum potti.

Sjáumst hress og kát á laugardag.

 
At 12:50 f.h., Blogger ReynirJ said...

Já, það væri kannski sniðugt að hafa singstar-tækið með en ég veit nú ekki með spilin sem þú nefnir. Þetta verður allavega stuð á laugardaginn...

 
At 6:45 f.h., Blogger Halldór Jón said...

Ég styð Singstar, og við Valgerður tökum með okkur svona eins og tvo snakkpoka og legg ég til líkt og Hilmar að fleiri geri það sama. Ég ætla að koma með videovélina mína til að kvikmynda þennan magnaða atburð. Og svo á má ekki gleyma verðlaununum sem verða í boði og allir að taka með sér tvo auka bjóra. Sjáumst hress á laugardaginn.

 
At 12:22 e.h., Blogger Elías Már said...

Ég get komið með Popppunktsspilið ef stemning er fyrir því.

Einnig get ég lagt til snakk og jafnvel ídýfur.

 
At 1:03 e.h., Blogger Hilmar said...

Singstar party, pop, og ´80´s koma þá með.

 
At 9:33 e.h., Blogger ReynirJ said...

Það er orðið ljóst að partýið verður á Kjalarnesi er það ekki? Það væri ágætt ef að Ásta eða Stebbi gætu staðfest það hérna og síðan hvenær herlegheitin byrja.

Kannski tekur langan tíma að gera búninginn kláran og ágætt væri að fá tímasetninguna á hreint.

 
At 11:33 e.h., Blogger Stebbi og Bílahornið said...

Ég þoli ekki Popppunktsspilið (Sorry Elli minn) en það væri að sjálfsögðu vel þegið ef að þú gætir lagt í púkkið í snakkinu. Kjalarnesið hefur staðið til boða frá upphafi og engin breyting hefur orðið þar á. Hlakka til að sjá ykkur!

 
At 12:55 f.h., Blogger Elías Már said...

No hard feelings, bara uppástunga. Þá verður spilið bara eftir heima og allir missa sig í Singstar.

 
At 8:15 f.h., Blogger Halldór Jón said...

Held að singstar sé nóg í svona flippað partý. Hvað segja húsráðendur á Kjalarnesinu um mætingu í kringum 20:00?

 
At 11:16 f.h., Blogger Asta said...

Það er bara flottur tími.

 
At 11:15 e.h., Blogger Þórður Már said...

Hverjir ætla svo með okkur Addú, Elli hefur þegar pantað pláss.

Doddi

 
At 12:10 e.h., Blogger Hilmar said...

Við herdís reddum okkur uppá kjalarnes en þiggjum far til baka hvernar sem það verður

 
At 3:43 e.h., Blogger Halldór Jón said...

Ég og Valgerður reddum okkur á Kjalarnesið og svo erum við búin að redda fari til baka og mjög líklegt er að það verði á 7 manna bíl.

 

Skrifa ummæli

<< Home