sunnudagur, janúar 22, 2006

Fundarboð

Kæru Jakar nær og fjær, vil ég byrja á því að þakka fyrir frábæra skemmtun í búningapartýinu og er ég viss um að þetta er komið til að vera og verður vonandi árviss viðburður hér eftir. Mér finnst vera kominn tími til að halda fund (þá meina ég alvöru fund...enginn bjór...ok 1-2 þá). Er ég með tillögu um að halda fund þann 13. febrúar kl 20:00 og legg ég Eggertsgötuna til fyrir þessa samkomu. Það sem mér finnst að þurfi að ræða og koma á hreint er eftirfarandi: Skrá Jakana sem félag og fá kennitölu, ákveða mánaðargjald eða árgjald og skipuleggja komandi mánuði. Svo legg ég til að það verði myndakvöld í lokin þar sem myndum frá búningapartýinu verður varpað upp til að hlæja að.

Bið ég ykkur um að segja ykkar skoðun á þessu máli og eins ef þið hafið eitthvað út á staðsetningu fundarins að setja. Einnig má halda fundinn fyrr í mánuðinum ef ykkur finnst þess þurfa.

11 Comments:

At 9:39 e.h., Blogger dísella said...

Ójj leiðinlegur gaur....enginn bjór! Við mætum þrátt fyrir það., Himmi er reyndar að vinna til klukkan 20:00 þannig að við mætum aðeins seinna. Held samt að það sé ekki hægt að skrá félög og fá kennitölu lengur. Við þurfum bara að tjékka á því.

Takk annars kærlega fyrir frábært kvöld.

 
At 9:51 e.h., Blogger Halldór Jón said...

Það var verið að stofna starfsmannafélag í Landsflugi og þá sóttum við um kennitölu, það er form inná rsk.is held ég sem maður fyllir út
Þetta hlýtur að reddast

 
At 12:27 f.h., Blogger Elías Már said...

Maður mætir galvaskur í stuðið, verði maður í bænum.

 
At 12:42 f.h., Blogger Þórður Már said...

Við Addú erum til, verði ég ekki að vinna.

 
At 4:50 e.h., Blogger ReynirJ said...

Já, það yrði vinsælt... annars líst mér bara ágætlega á þessa tímasetningu. Held að hún henti mér ágætlega

 
At 4:51 e.h., Blogger Hilmar said...

Hvernig væri að fá hópmyndina úr partýinu hérna inn

 
At 7:18 e.h., Blogger Asta said...

Dagsetning er ágæt, persónulega væri 14.feb betri fyrir mig. En það er mikil þurf á fundi og margt að ræða.

 
At 10:46 f.h., Blogger Halldór Jón said...

Að hafa þetta 14. feb er allt í lagi mín vegna, ef allir eru sáttir við það þá er það ekkert mál.

 
At 10:46 f.h., Blogger Halldór Jón said...

Að hafa þetta 14. feb er allt í lagi mín vegna, ef allir eru sáttir við það þá er það ekkert mál.

 
At 10:46 f.h., Blogger Halldór Jón said...

Að hafa þetta 14. feb er allt í lagi mín vegna, ef allir eru sáttir við það þá er það ekkert mál.

 
At 11:15 f.h., Blogger dísella said...

14 feb er ok fyrir okkur

 

Skrifa ummæli

<< Home