sunnudagur, júní 25, 2006

Hellarannsóknir Norðanlands

Lofthellir í Mývatnssveit



Við Herdís og diggur aðstoðarmaður okkar Friðgeir skelltum okkur í smá hellarannsóknir með Ferðafélagi Akureyrar.
Keyrt var að Lofthelli í Mývatnssveit sem er illa merktur í mývatnssveit (Ekki örvænta ég tók niður gps punkt)

Hér erum við bræður inní hellinum. Ekki komumst við lengra í þetta skiptið en mest allur hellirinn var þakinn ís

Herdís á leið niður ísbrekkuna, best var að halda sér fast í kaðalinn annars mátti maður búast við harðri lendingu.

Til að komast inn og út um Hellinn þurfti svo að troða sér í gegnum litla rifu á bakinu.

Get ekki annað sagt að ég mæli með þessum helli.

3 Comments:

At 5:28 e.h., Blogger Elías Már said...

Fór að honum og aðeins inn í hann í fyrra, komumst ekki lengra vegna snjóa. Mæli samt með því að fólk leggi á sig að komast að honum.

Fleiri staðir í Mývatnssveit sem vert er að skoða eru til dæmis Gjástykki sem er norður af Kröflu og Selhjallagil sem er suðaustan við Mývatn sjálft.

Sem sagt mæli eindregið með Lofthelli.

 
At 9:49 e.h., Blogger ReynirJ said...

Mér sýnist á öllu að þið séuð orðin reyndustu hellakönnunarfararnir í Jökunum.

 
At 6:11 e.h., Blogger Hilmar said...

Vantar bara samfestingana og hné og olbogahlífar. það verður fjárfest í því næst

 

Skrifa ummæli

<< Home