Hellarannsóknir Norðanlands
Lofthellir í Mývatnssveit
Við Herdís og diggur aðstoðarmaður okkar Friðgeir skelltum okkur í smá hellarannsóknir með Ferðafélagi Akureyrar.
Keyrt var að Lofthelli í Mývatnssveit sem er illa merktur í mývatnssveit (Ekki örvænta ég tók niður gps punkt)
Hér erum við bræður inní hellinum. Ekki komumst við lengra í þetta skiptið en mest allur hellirinn var þakinn ís
Herdís á leið niður ísbrekkuna, best var að halda sér fast í kaðalinn annars mátti maður búast við harðri lendingu.
Til að komast inn og út um Hellinn þurfti svo að troða sér í gegnum litla rifu á bakinu.
Get ekki annað sagt að ég mæli með þessum helli.
3 Comments:
Fór að honum og aðeins inn í hann í fyrra, komumst ekki lengra vegna snjóa. Mæli samt með því að fólk leggi á sig að komast að honum.
Fleiri staðir í Mývatnssveit sem vert er að skoða eru til dæmis Gjástykki sem er norður af Kröflu og Selhjallagil sem er suðaustan við Mývatn sjálft.
Sem sagt mæli eindregið með Lofthelli.
Mér sýnist á öllu að þið séuð orðin reyndustu hellakönnunarfararnir í Jökunum.
Vantar bara samfestingana og hné og olbogahlífar. það verður fjárfest í því næst
Skrifa ummæli
<< Home