mánudagur, apríl 07, 2008

Vífilfell 6.apríl 2008

klukkan 7 á sunnudaginn 6.apríl lögðum við verðandi hnjúksfariog hnjúksfari í göngu á Vífilsfell. Miðvikudeginum áður var farinn ferð á sama fjall í æfingaprógraminu hjá 66° en hvorugur okkar komst svo við ákváðum að friða samviskuna og klára þennan "tind". Í þeirri miklu frosthörku sem Snæfellsjökull bauð uppá voru dúnúlpurnar dregnar með til frekari prófana.
Gangan gekk vel enda höfum við líklega aldrei verið eins vel búnir og núna, enda reynslan farin að segja til sín. Ísaxir og broddar voru með í för en ekki var broddunum brugðið undir skóna í þetta skiptið. Axirnar komu reyndar að góðum notum við að höggva spor upp síðasta spölinn.

Útsýnið gerist varla betra en á sunnudaginn og mátti sjá meðal annars Vestmannaeyjar, Heklu og Eyjafjallajökul okkar næsta áfangastað.
Sökum hversu veðrið var gott og lék við okkur var náttúrulega við hæfi að smella af nokkrum tugum mynda. Enda fátt skemmtilegra en fyrir aðra Jaka að skoða myndir af mér (Himma) og Reyni. Bara endilega látið mig vita ef þið viljið fá þær í betri upplausn og ég sendi ykkur um hæl :)
Jæja þangað til næsta myndaveisla kemur inn frá Eyjafjallajökli...

Góðar Stundir

Himmi

3 Comments:

At 8:10 f.h., Blogger Asta said...

fínar myndir. Hvar fengu þið ísaxir, voru þær ekki rándýrar? Væri alveg til í eina

 
At 1:29 e.h., Blogger Hilmar said...

Þessar voru ekki dýrar, fengum þær lánaðar frá Sigga mági mínum. Annars eru gönguaxir ekki svo dýrar kannski 8000kall. Mundi frekar vilja eyða í það en brotin bein og þyrlu ef maður rennur stjórnlaust niður brekku.

 
At 9:56 e.h., Blogger ReynirJ said...

Já flottar myndir hjá þér (mér). Ísaxirnar komu að góðum notum og þetta er á dagskrá að fá sér svona. Flott ferð með góðar græjur.

 

Skrifa ummæli

<< Home