Móskarðshnúkur taka tvö
Hér kemur en ein hetjusagan af félögunum Himma og Reyni. Kannski ekki skemmtilegasta lesningin en alltaf gaman að skoða fallegar myndir. Ekki skemmir ef módelin eru fjallmyndalegir Jakar, berir að ofan. Jæja njótið myndan...
Tveir Jakar og aðdáedur Mercdes club númer 1 lögðu í aðra tilraun á Móskarðshnúk á þessu ári. Lagt var af stað í blíðskaparveðri eftir vinnu á miðvikudaginn síðastliðinn 14maí.
Veðrið var svo gott og stillt að bumburnar fengu aldeilis að njóta sín mestan part leiðarinnar.
Hér er Reynir alsæll með frábært veður og þennan líka fallega hlýrabol.
Hópmynd af öllum þeim sem gengu á móskarðshnúkinn 14.maí 2008 (samkvæmt gestabókinni á toppnum)
Hér veltir Reynir fyrir sér útsýninu og logninu sem var uppí skarðinu
Bakhliðinn á Reyni
Á nýjum skóm, nýjum buxum og nýjum bol...Hljómar eins og byrjun á ævintýri
Þegar komið var á topinn var varla hægt að halda aftur að sér gleðinni. Langur draumur um að fara uppá Móskarðshnúk loksins orðinn að veruleika, þeas að minni hálfu
Þetta útsýnini er kostað af La Sportiva
Þessi mynd er í boði 66°Norður faxafeni
Hér er svo eitt money shot af aðal styrktaraðilunum.
Þessi mynd er í boði 66°Norður faxafeni
Hér er svo eitt money shot af aðal styrktaraðilunum.
Jæja Það styttist í hnúkinn og maður er að verða meira en tilbúinn. Þeir Jakar sem stefna á hnúkinn, þá má ég til með benda ykkur á þessa heimasíðu http://glerardalur.is . Ganga sem er 12júlí í sumar og þess virði að reyna. Ekki slæmt að fá 24tinda í kladdan á einu bretti, Við Reynir ætlum allavega að reyna. Svo er fyrirhuguð ferð á Hraundranga um miðjan júní.
Þurfum við svo ekki að fara að skipuleggja Jaka útilegu
Ok ég er hættur, takk fyrir og góða nótt
Himmi
1 Comments:
Flottar myndir maður, sýnist að maður þurfi að fara í ljósatíma fyrir næstu göngu...
Skrifa ummæli
<< Home