miðvikudagur, október 11, 2006

Lokaútkall

Þá er að koma að því að Jakar komi sér í sveitina. Hverjir ætla með? Þetta er lokaútkall og þeir sem ætla að koma vinsamlega skráið nafn/nöfn ykkar í comment. Ég og Valgerður ætlum að fara á föstudaginn eftir vinnu. Svona um 1730 eða svo. Það væri auðvitað langbest að koma bara við á Selfossi og fá sér einn Zinger á leiðinni og sleppa við að vera að elda eitthvað um kvöldið (hafa meiri tíma fyrir bjórinn) en þetta er enn á hugmyndastiginu. Látið heyri í ykkur hvernig þið viljið hafa þetta. Kveðja nefndin.

10 Comments:

At 1:25 e.h., Blogger Hilmar said...

Herdís&Himmi koma með, okkur líst bara vel á KFC Hugmyndina er ekki tilboð á Zinger salati þessa dagana?

 
At 1:42 e.h., Blogger Þórður Már said...

Það er smá óvissa varðandi okkur Addú vegna vinnurnar. Við munum alla vega ekki koma á föstudeginum. Ég hef beðið um frí á laugardaginn og mun ég vita fyrir víst hvort ég kemst eða ekki, væntanlega á morgun.

 
At 4:16 e.h., Blogger Stebbi og Bílahornið said...

Fjöskyldan á Kjalarnesinu mætir!
Líst ágætlega á KFC

 
At 9:56 e.h., Blogger Elías Már said...

Ég kem á föstudagskvöldið en fer aftur í bæinn á laugardaginn.

Veit ekki hvort að ég nái KFC á Selfossi með ykkur, er að vinna til kl. 5.

 
At 10:10 e.h., Blogger dísella said...

Sko ég er að fara í klippingu og strípur og gæti verið í því til 18. á ég að að afbóka það eða er í lagi að leggja aðeins seinna af stað?

 
At 11:19 e.h., Blogger Elías Már said...

Er ekki bara málið að leggja af stað úr bænum í kringum 6 og hittast á KFC á Selfossi kl. 7.

 
At 8:39 f.h., Blogger Halldór Jón said...

Það er í góðu lagi að fara upp úr 1800, eigum við ekki að segja að við hittumst bara á KFC um 1900 á selfossi. Við erum nú ekki nema um 40-45 mín á selfoss.

 
At 8:46 f.h., Blogger Hilmar said...

Það er miklu styttra ef við keyrum á 200km hraða, Annars einhverjar hugmyndir með mat á laugardag

 
At 3:07 e.h., Blogger Halldór Jón said...

Hilmar kom með hugmynd að morgunmat frá helvíti.... þeas egg og beikon, alltaf gott. Hvað segir fólk um það?

 
At 7:29 e.h., Blogger dísella said...

begg og eikon hljóma vel mmmmmmmmm

 

Skrifa ummæli

<< Home