Eyjafjallajökull
Morgun laugardagsins 12. apríl lögðu tveir ferðalangar í fjallgöngu upp á Eyjafjallajökul ásamt hópi fólks með Íslenskum fjallaleiðsögumönnum. Lögðum við af stað úr bænum rúmlega 7 og var lagt á fjallið rúmlega 10. Takmarkið var hæsti tindur Eyjafjallajökuls, Hámundur, sem er samkvæmt sumum kortum 1666 metra yfir sjávarmáli. Í upphafi ferðar var maður spenntur og hlakkaði til átaka dagsins enda er maður sposkur á svip. Var undirbúningur góður hjá okkur báðum sem hafði hafist nokkrum dögum fyrr.
Á leiðinni fengum við algjörlega frábært veður. Held að þegar vindurinn var hvað sterkastur hafi hann náð 2-3 vindstigum. Hilmar situr að snæðingi og horfir dreymandi til fjalla.
Í kringum 700 metra hæð var numið staðar, beltin fest og línurnar dregnar fram. Var það mál manna hversu þæginleg þessi belti eru eftir strekkingu. 1000 metra á snjó- og klakkabrekka bíður eftir að vera troðin niður.
Leiðsögumaðurinn var fremstur, síðan og ég (Reynir) og fyrir aftan mig voru 10 aðrir í línunni. Gekk ferðin vel fyrir sig og ágætu tempói haldið. Þegar efst var komið tók við smá klettabrölt en það hafðist án allra stóráfalla. Eftir um 5 tíma göngu komum við loks á toppinn í algjöru logni. Þó var útsýni ekkert sökum skýja en veðrið var samt frábært.
Eftir að hafa sest niður á toppnum (Hámundi) og borðað var haldið niður. Tóku allir í línunni þá sameiginlegu ákvörðun að ganga á Guðnastein líka. Er það aðeins lægri klettasylla og miklu meira áberandi toppur en Hámundur. Þangað var gengið upp og þá gægðist sólin fram úr skýjunum. Náðist þá myndin hér fyrir neðan af Hámundi. Þar má sjá nokkra hópa á og við toppinn.
Það tók um 3 tíma að ganga niður og tók því gangan alls um 8 tíma. Með bílferðinni var þetta rúmlega 12 tíma ferðalag og því þreyttir einstaklingar sem að komu til Reykjavíkur og Kópavogs um kvöldmatarleytið. Frábær ferð á frábært fjall, ekki eru mörg fjöll sem að eru hærri en Eyjafjallajökull og því fer þetta í hall of fame hjá okkur báðum.
Eftir að hafa sest niður á toppnum (Hámundi) og borðað var haldið niður. Tóku allir í línunni þá sameiginlegu ákvörðun að ganga á Guðnastein líka. Er það aðeins lægri klettasylla og miklu meira áberandi toppur en Hámundur. Þangað var gengið upp og þá gægðist sólin fram úr skýjunum. Náðist þá myndin hér fyrir neðan af Hámundi. Þar má sjá nokkra hópa á og við toppinn.
Það tók um 3 tíma að ganga niður og tók því gangan alls um 8 tíma. Með bílferðinni var þetta rúmlega 12 tíma ferðalag og því þreyttir einstaklingar sem að komu til Reykjavíkur og Kópavogs um kvöldmatarleytið. Frábær ferð á frábært fjall, ekki eru mörg fjöll sem að eru hærri en Eyjafjallajökull og því fer þetta í hall of fame hjá okkur báðum.
Kveðja úr Vesturbænum,
Reynir Jónsson.
6 Comments:
Ég veit ekki hvað skal segja, en Eyjafjallajökull er cool
Skemmtileg færsla og ekki skemmir fyrir hvað módelin eru bráðmyndarleg. Spurning um að 66° tali við ykkur í næstu auglýsingarherferð, enda vanir menn/ "módel" á ferð.
Hvenær á að hella sér út í Everest?
Doddi
Til hamingju með Eyjafjallajökul!!
Hrikalega flott fjall. Með þessu áframhaldi er Everest meira en bara draumur...
...smá bjartsýni.
ég hef oft hellt mér útí Everest enda rétt hjá 66° hérna í faxafeninu
Skrifa ummæli
<< Home