Móskarðshnjúkar/Hekla
Næst á daskrá var drottningin Hekla
Lagt var af stað um klukkan 7 um morgunin og bílnum lagt í Næfurholtsfjöllum ca 2tímum seinna eftir smá jeppabrölt þar sem Suzuki stóð sig með stakri prýði og var eiganda sínum til sóma.
Veðrið var mjög gott þrátt fyrir smá rigningu til að byrja með á göngunni. Þegar búið var að klífa snæviþakta fjallshlíðina og Hekluhryggurinn nálgaðist var Kári farinn að minna á sig með tilheyrandi snjófoki.
Þegar komið var í ca 1200m hæð og var um 2km labb á hryggnum eftir þegar farastjórinn ákvað að snúa við. Vindurinn lá beint i fangið og ekki fýsilegt að halda áfram. Enda þegar svona mikill vindur er erfitt að stoppa án þess að hreinlega ofkælast.
Auðvitað hlýnaði svo á leiðinni niður og veðrið lék við okkur. En aldrei sást í toppinn á Heklu svo þykkur var skýjabakkinn yfir henni. Þrátt fyrir þessi vonbrigði var útýnið gott á leiðinni niður og ansi gaman var að renna sér niður mjúkan snjóinn á afturendanum.
Hekla mun semsagt bíða eftir að komast á listann yfir sigruð fjöll. Það má segja að síðasta vika hafi ekki verið sú besta í fjallgöngubransanum. En þá er bara að krossa fingurna því það styttist í Hnjúkinn eða 31.maí
2 Comments:
Góð samantekt hjá þér og góðar ferðir.
Flottar myndir, hlakka til að sjá fleiri.
Skrifa ummæli
<< Home