fimmtudagur, maí 08, 2008

Fjölskylduvænn eurovisionhittingur

Verið þið sæl!!
Er ekki kominn tími á hitting?? Var að hugsa hvort að við ættum að endurtaka leikinn frá því í fyrra og hafa fjölskylduvænt eurovisionpartý. Hvernig lýst ykkur á? Ég veit svo sem ekkert hvenær við eigum að keppa en ég veit að það eru undankeppnir 20 og 22.maí og svo er úrslitakeppnin 24.maí.
Eurovisionsnillingarnir hjá Páli Óskari spá því að þetta lag detti út, hvað haldið þið?
En endilega látið í ykkur heyra, við erum laus alla þessa daga.
Kv. af Kjalarnesinu

12 Comments:

At 10:03 f.h., Blogger Hilmar said...

Ég og Herdís erum að fara út til Manchester þessa helgi en kannski Búri geti mætt ef hann má gista

 
At 10:44 f.h., Blogger Asta said...

ekki málið

 
At 1:46 e.h., Blogger Halldór Jón said...

Við erum alveg til þegar ísland er að keppa. Við erum upptekin á aðalkvöldinu.

 
At 5:36 e.h., Blogger Asta said...

held að við séum að keppa á fimmtudagskvöldið 22.maí

 
At 3:11 e.h., Blogger Þórður Már said...

Við komumst öll kvöldin

 
At 3:51 e.h., Blogger Asta said...

Er ekki bara málið að hittast 22.mai þegar Ísland er pottþétt með :) Það er ekkert mál að vera hjá okkur, en við getum líka alveg komið annað ef að áhugi er fyrir því. Aðalatriðið að hittast aðeins.

 
At 5:15 e.h., Blogger Unknown said...

Ég kemst 22. að öllum líkindum.

En kemst ekki 24. er að fara í partý annarsstaðar.

 
At 10:43 f.h., Blogger Þórður Már said...

Við erum alveg til í Kjalarnesið :)
-Addú og Doddi

 
At 12:08 e.h., Blogger Halldór Jón said...

Kjalarnesið hljómar vel.

 
At 12:58 e.h., Blogger Asta said...

Flott þá verðum við bara á Kjalarnesinu þann 22.maí, held að keppnin byrji kl 19:00 þannig að við gætum kannski grillað saman eða ég gæti líka lagað súpu. Sólrún og Reynir eru upptekin þetta kvöld, þannig að þau komast ekki.

 
At 5:44 e.h., Blogger Unknown said...

Mæti

 
At 8:48 f.h., Blogger ReynirJ said...

Já, heyrðu við komum ekki þetta kvöld en góða skemmtun. Vonandi verður þetta ekki enn eitt svekkelsið...

 

Skrifa ummæli

<< Home