mánudagur, september 08, 2008

Afmæli Jakana

Eins og flestir hafa kannski gert sér grein fyrir nú þegar fer að nálgast 4ára afmæli jakana og spurning um hvort að það eigi að fara taka einhverndag frá fyrir það.
Eins og flestir hafa tekið undanfarin ár í þessum félagsskap þá hefur meðlimum fjölgað ár frá ári og þess vegna þarf að taka tillit til þess.
Ég starta því hér formlegri hugmyndasamkeppni um hvað skal gjöra í tilefni dagsins. þess má geta að 11. nóvember er þriðjudagur, þess vegna má nota dagana í kring þess vegna.
hér eru nokkar hugmydir; Kökuboð, matarboð, ísmolahittingur, klifurferð, fjallganga, utanlandsferð, sjósund og maraþonhlaup

miðvikudagur, september 03, 2008

Keilir

Reynir og Sólrún skelltu sér í þæginlega sunnudagsgöngu á Keili 31. ágúst. Eins og flestir vita er Keilir áberandi móbergsstapi sem að sést vel á leiðinni til Keflavíkur og vel verðugur uppgöngu. Fyrir fullfrískan aðila tekur um 40 mínútur að ganga að fjallinu og minna en 30 mínútur að ganga upp fjallið.


Komumst við á toppinn ásamt mikilli fólksmergð. Við nánari athugun kom það síðan í ljós að við vorum þess aðnjótandi að vera á toppnum með 5tinda mönnum. Tvær myndir af okkur á toppnum fylgja svo hérna að neðan...

.... Kveðja úr Vesturbænum

Reynir