fimmtudagur, júlí 17, 2008

Eiríksjökull

Eiki gamli flottur í góða veðrinu...





Jæja það kom loksins að því að maður kom sér loksins á Eiríksjökul. Hafði það verið draumur minn lengi að ganga á hæsta fjall vestan Kjalvegar. Það var einmuna blíða sem við fengum á göngunni. Talsverð ganga er að fjallinu yfir úfið hraun og þá kemur maður inn í algjöra paradís þar sem upptök Hvítár eru. Þar þarf aðeins að vaða og leggja svo á brattann.


Útsýnið var heldur ekki af verri gerðinni. Alveg ótrúlegt veður þar sem ekki hreyfði vind. Eftir bratann tekur svo við smá gangur að skálinni sjálfri þar sem jökullinn er.



Síðan tekur við aflíðandi halli á jöklinum sjálfum og er erfitt að átta sig á því þegar á toppinn er komið. Þar verður maður að treysta tækninni þegar metrarnir fara að telja niður aftur.




Ógleymanlegt ferð sem að lítur svo sannarlega vel á á ferilsskránni.



Góðar stundir kæru lesendur

Reynir Jónsson

föstudagur, júlí 11, 2008

Bátsferðin á Hornstrandir

Halldór hringdi í okkur um daginn og afboðaði sig og frúna í siglinguna, af skiljanlegum ástæðum. Eftir á að hyggja er ekki hentugast í heimi að taka litla trítlu með í siglingu, sérstaklega ekki þegar mamman er sjóveik. Það er spurning hvort að við ættum þá ekki að slaufa þessari bátsferð? Ég veit að það eru bara fyrir fram ákveðnar siglingar á laugardögum, annars er hægt að fá að fljóta með ef þeir eru að fara með einhverja farþega.

-Addú

þriðjudagur, júlí 01, 2008

Strandaferðarpóstur

Þá fer að líða að strandaferðinni okkar. Það er kannski ágætt að taka það fram að það er verið að gera húsið upp og því er hálf neðri hæðin alveg out og þar með eitt svefnherbergi. En sá hluti hússins sem er nothæfur er vel nothæfur… Eldhúsið er orðið mjög flott, með nýjum tækjum og stórum góðum ísskáp með frysti ☺ Það eru þrjú svefnherbergi og tvö barnarúm (geta verið þrjú) þannig að það yrðu einhverjir að gista í tjaldi… Reyndar eiga mamma og pabbi (hennar Addúar) líka tjaldvagn sem er geymdur á Hólmavík þannig að það ætti ekki að vera mikið mál að skella honum upp við hliðina á húsinu. Annars er yndislegt að vera þarna, Emelía tekur hvern 3 tíma lúrinn á fætur öðrum (sefur sko ekki svo vel í bænum). Ef fólk er ekki sátt við tjald hugmyndina get ég athugað stöðuna á húsinu hans Afa á Hólmavík, þar ættu líka 2 fjölskyldur gist.
Hverjir ætla annars að koma?