sunnudagur, apríl 22, 2007

Hundagöngutúrar

Hæ hó!
Hvað segið þið þá? Ég var að láta mér detta í hug að við ættum að hafa einhverskonar árshátíð á næstunni, þar sem að ég gæti kannski verslað inn og eldað og svo bara borga allir í þessu. Hvernig líst ykkur á? Veit að það er svosum ekki besti tíminn fyrir Herdísi og Addú á næstunni, en bara svona þegar allir geta mætt.
En að öðru, hvað ætlar fólk að gera 12 maí, kosninga og eurovisionkvöldið mikla? Við erum ekkert búin að ákveða en eitthvað verður maður að gera, hvort það verði barnvænt sjónvarpskvöld eða hvað á tíminn eftir að leiða í ljós, en við erum opin fyrir ýmsu.
Annar þá bíð ég bara spennt eftir að bumbus Hilmarson komi í heiminn, er alltaf að kíkja inn á JAKA síðuna og barnalandssíðuna til þess að sjá hvort eitthvað sé í gangi. Gangi þér bara vel Herdís!!


Eiríkur að kanna mosa í Kjósinni


Flughundurinn Glói




Í Brynjudal


Einu göngutúrarnir sem við förum í þessa dagana eru hundagöngutúrar. Hér erum við í Brynjudal í frábæru veðri

föstudagur, apríl 06, 2007

Hvar er Valli?


fimmtudagur, apríl 05, 2007

Fagradalsfjall

Síðasta sunnudag kíkti ég í fjallgöngu með fjallavinafélaginu og var förinni heitið á Fagradalsfjall stutt frá Grindavík. Lögðum við rétt hjá Arnarsetri (1. mynd) og gengum þaðan suður fyrir Skógarfellið. Þaðan var svo tekin bein stefna á hæsta tind fjallsins. Sóttist gangan hratt til að byrja með og en tók svo við mjög úfið apalhraun. Upp fjallið var síðan haldið og gekk það nokkuð vel en tók þá við löng ganga upp á hátindinn. Á niðurleiðinni var tekin aðeins önnur leið til að breyta til. Yfir það heila tók ferðin fimm og hálfan tíma fram og til baka. Ágætis ferð á ágætt fjall og voru ferðalangar sáttir eftir daginn. Læt fylgja með hópmynd af toppnum (mynd 2).


mánudagur, apríl 02, 2007

Innstidalur 2007

Hér Kemur smá Trailer af því sem við lentum í á Laugardainn. Takið eftir að innsláttarvilla er þarna, þetta var á laugardegi ekki föstudegi

Innstidalur aborted

Tilraun til fyrstu útilegu ársins var farinn í gær uppí innstadal eins og fólk hafði kannski heyrt af.
Við Jói vorum mættir upp að hellisheiðarvirkjun eitthvað um kl18 í gær vel klifjaðir að búnaði sem átti sko aldeilis að prufa út í gegn. Smá rigning var þagar við mættum á svæðið en það skipti ekki máli enda vel veðurvarðir fatnaði frá 66°Norður. Upp að Vegvísinum uppá sleggjubeinsskarði er eitthvað um 800m og á leiðinni þar upp hvessti all svakalega og bætti í rigninguna svo við ákváðum að setja hlífarnar yfir bakpokana okkar. Eftir mikið maus í 300vindstigum voru þær komnar á og leiðinangurinn hélt áfram.
Skyggni var svona 30metrar svo maður sá í raun ekki mikið hvert maður átti að fara en við stenfdum á Vegvísinn og fundum hann. Uppi við vegvísin var án efa mesta rokið og til að fullkomna þann vind fauk bakpokahlífin af pokanum mínum af. Svona 50m lengra frá vegvísinum fundum við hana í krapatjörn fulla af vatni. Þegar komið var inn í Innstadal tók semsagt við snjór og svona 15-20m skyggni.
Við höfðum hnit af skála þarna í Innstadal og stefndum á hann, eftir töluvert labb var gps tækið allt í einu farið að vísa í öfuga átt og skálinn bara búinn að færa sig eitthvað. Stundum þegar maður stoppar skyndilega þá gerir gps tækið það en engu að síður sáum við stiku og röltum að henni. Á þessum tímapunkti var klukkan orðin 19:30 og okkur ekki farið að lítast á blikuna enda svona 45 mín í sólsetur. Við ákváðum samt að halda áfram í átt að skálanum fyrst að við fundum stikuna og skálinn ef til vill bara rétt hjá. Ekki líður á löngu en við komum þvert á nýleg fótspor sem greinilega bentu til þess að einhver hafi farið þar um nýlega. Mér datt hreinlega ekki í hug að líta á gps tækið en kíkti svo á trackið og sá að við höfðum labbað í hring. Það var sameiginleg ákvörðun á þeim tímapunkti þar sem lítið var eftir að dagsbirtu að snúa við og elta fótsporinn til baka. Á leiðinni niður sleggjubeinsskarðið var svo mikill vindur að regnið var eins og títuprjónar að stingast í andlitið á manni þegar maður leit upp. Alveg hreint frábært veður og skyggni semsagt.
Við vorum svo komnir að víkingsskálanum um klukkan 21:30 og fengum okkur smá skjól fyrir veðri og vindum í útihúsi sem er þar bakvið. Grilluðum pylsur, bræddum snjó í kakó og keyrðum svo bara heim rakir og þreyttir.
Semsagt ennþá eigum við eftir að prófa dúnpokana og bivy´ið
Nokkrir punktar sem maður lærði á þessari ferð

- Gps tæki eru bara bráðsniðug(Sérstaklega í þoku)
- Glymur jakkinn og buxurnar frá 66° eru vel vatnsheldar
- Bakpokinn minn er ekki vatnsheldur
- Gott er að festa bakpokahlífina með strekkingsól sérstaklega í 330vindstigum
- Alltaf að pakka skíðagleraugum

Þangað til næst, Innstidalur.