fimmtudagur, október 26, 2006

Kennitala Jakanna og söfnun í sjóð

Þar sem ekkert varð af því að kennitala Jakanna var stofnuð í byrjun árs. Var ég að hugsa um að sækja um kennitöluna núna. En ég ætla ekki að gera það nema fólk sé tilbúið að leggja smá í sjóð í hverjum mánuði, þá erum við kannski að tala um 500 kall á mann eða 1000 kall á par. Þá getum við safnað í sjóð sem borgar þá bústaðarferðir, bjór, afmæliskökur og svo síðar utanlandsferðir og heimsreisur. Endilega látið heyra í ykkur varðandi þetta mál. ERU JAKARNIR TILBÚNIR AÐ LEGGJA PENINGA Í ÞETTA FÉLAG????

þriðjudagur, október 24, 2006

Jakar eru að hlaupa og hlaupa

Það er komin ný síða sem á að vera undirsíða á Jakasíðunni. Þar er hægt að sjá stöðuna í fótboltanum og fleira gagnlegt.

þriðjudagur, október 17, 2006

Jakar 2 ára

Þann 11. nóvember verða Jakarnir 2 ára. Svo heppilega vill til að þetta er á laugardegi. Er fólk tilbúið að gera eitthvað eða eigum við bara að láta þetta líða hjá? Endilega látið heyra í ykkur.
Afmælisnefndin

miðvikudagur, október 11, 2006

Lokaútkall

Þá er að koma að því að Jakar komi sér í sveitina. Hverjir ætla með? Þetta er lokaútkall og þeir sem ætla að koma vinsamlega skráið nafn/nöfn ykkar í comment. Ég og Valgerður ætlum að fara á föstudaginn eftir vinnu. Svona um 1730 eða svo. Það væri auðvitað langbest að koma bara við á Selfossi og fá sér einn Zinger á leiðinni og sleppa við að vera að elda eitthvað um kvöldið (hafa meiri tíma fyrir bjórinn) en þetta er enn á hugmyndastiginu. Látið heyri í ykkur hvernig þið viljið hafa þetta. Kveðja nefndin.

sunnudagur, október 08, 2006

Endurkoma Himmaríkis

Bara Svona að athuga hvort það sé ekki kominn tími á endurkomu nördsins. Ef ég skildi Halldór rétt um daginn þá voru fótboltatímarnir færðir yfir á mánudaga klukkan 18:30. Ég stefni á að mæta á mánudaginn það er að segja á morgun, endilega leiðréttið mig ef ég á ekki að mæta og hvort það þurfi að redda einhverjum fleirum.

Ein mynd fær að fljóta með tekinn á Laugardalsvelli þann 4.okt af honum Villa kærasta Erlu vinkonu.

fimmtudagur, október 05, 2006

Nördabolti

Nokkrir Jakar skelltu sér á völlinn í gær til að horfa á Himma spila við FH. Óhætt er að segja að flestir hafi skemmt sér konunglega, allavega ég og Valgerður. Himmi stóð sig vel og var öflugur í vörninni og sýndi nokkra skemmtilega takta. Flestir fóru á þennan leik með jákvæðu hugarfari og skemmtun í huga, en þó voru nokkrir stuðningsmenn FH (sátu bakvið mig) sem tóku þessu full alvarlega. Hjón í kringum fimmtugt sem fannst nú ekkert varið í Nördana og nöldruðu allan tímann um að þetta væri niðurlæging fyrir Nördana og að FH væri miklu betra lið, við hverju bjuggust þau? Einnig fögnuðu þau manna mest þegar FH skoraði, jafnvel meira en liðið sjálft. Ótrúlegt hvað fólk getur tekið hlutina alvarlega. Til hamingju með leikinn Himmi, þetta var frábær skemmtun.