föstudagur, febrúar 16, 2007

Bilahornið

Check it out!

þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Bjorkvöld


Er ekki kominn tími á smá hitting? Ætlaði bara að gá hvort það væri stemmari fyrir því að hittast hér á Kjalarnesinu á föstudagskvöldið. Endilega kommentið hvort sem þið komist eða ekki. Hentar laugardagskvöldið kannski betur?? Ef þær óléttu ætla ekki að detta í það :) gætu þær kannski kippt eitthvað af liði með sér.

föstudagur, febrúar 09, 2007

Jakafyrirtæki - www.oskin.is - Auglýsing

Brúðarkjólaleigan Óskin sérhæfir sig í persónulegri og góðri þjónustu. Brúðarkjólaleigan Óskin hefur allt að bjóða sem brúðurin þarfnast. Óskin hefur gott úrval kjóla frá framleiðendum í fremstu röð. Brúðarkjólar frá Alfred Angelo og Ginnis eru meðal þeirra framleiðenda. Allar brúðir ættu að finni eitthvað við sitt hæfi. Óskin leggur metnað í að bjóða upp á sem flestar stærðir og má finna kjóla frá stærðum 8 – 32 (UK stærðir). Slör er er ómissandi við kjólinn og eru slörin vönduð og falleg. Skór frá Shades Shoes eru sérlega glæsilegir og vandaðir brúðarskór. Skart er nauðsynlegt til að fullkomna útlit brúðarinnar, gott úrval tiara, hálsmena, eyrnalokka og armbanda er að finna hjá Óskinni. Sokkar og sokkabönd eru ómissandi hluti af hverri brúði og er Óskin með gott úrval af sokkaböndum og sokkum. Heimasíða Brúðarkjólaleigunnar er www.oskin.is. Óskin er aðeins opin eftir pöntunum og er því nauðsynlegt að panta tíma í mátun. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið oskinmin@gmail.com eða hringja í síma 898-0692/555-3776. Einnig má senda sms í síma 898-0692. Mátunartímar eru alla virka daga frá kl. 17:00-20:00 og um helgar eftir samkomulagi.

sunnudagur, febrúar 04, 2007

En ein Hellaferð

Ég og Reynir skelltum okkur í smá sunnudags gönguferð neðanjarðar þennan drottins blessaða sunnudag. Ætluðum að kíkja á Breiðabáshelli en fundum hann ekki í þetta skiptið svo við kláruðum Raufarhólshellir sem er án efa leiðinlegasti hellir sem ég hef skoðað. Leyfi bara myndunum að tala sínu máli.




laugardagur, febrúar 03, 2007

Búningapartý



The computer says nooooo