mánudagur, júní 27, 2005

Áríðandi tilkynning !

Góðir Jakar,

Næst komandi föstudag (1. júl) mun ég halda upp á komu míns 25. aldursárs. Í tilefni því verður blásið til veisluhalda í Víðigrund 9 í Kópavogi klukkan 20:00 á heimili Birtu & Úu (á sama stað og Herdís hélt upp á afmælið sitt). Öllum Jökum og mökum eru boðið. Vinsamlegast meldið ykkur á listann með því að setja inn komment hér að neðan til að áætla fjölda.

Með von um góða mætingu,
Hilmar Ímyndarsköpuður

Fimmvörðuháls??

Ég var bara að velta því fyrir mér hvort að við ættum ekki að fara að skipuleggja ferðina á Fimmvörðuháls. Ég sá að Reynir var búinn að stinga upp á því að við færum fyrstu helgina í júlí. Okkur Stebba er nokkuð sama hvenær farið verður. Hvernig er þetta annars, keyrir maður á Hvolsvöll og tekur svo rútu þaðan og svo þangað, eða hvað? Hvernig er stemningin fyrir þessu??
Spennt að fylgjast með umræðunni :)

sunnudagur, júní 19, 2005

Fyrsta útilega ársins

Af okkur er allt gott að frétta. Við komumst loksins í smá útilegu um helgina. Þar sem að Gúrkan var ekki tilbúin þurftum við að sætta okkur við að ferðast um láglendi landsins og lá leið okkar upp á Snæfellsnes. Við fundum okkur ágætan stað til að tjalda á rétt hjá Búðum, þar sem við gátum kveikt varðeld og haft það kosí. Við erum ná að verða svolitið spennt fyrir Fimmvörðuhálsinum, hvenær eigum við að fara. Og hvenær er svo veislan hjá þér Himmi fyrir norðan, erum einnig mjög spennt fyrir henni. Jæja farið þið nú að drífa ykkur í heimsókn á Kjaló!!

Ps: hvernig gengur með ritgerðina hjá ykkur, ég var að fá nýjan umsjónarmann, Garúnu Gísla

Pps: það fara bráðum að koma inn nýjar myndir í Bílahornið

Posted by Hello

þriðjudagur, júní 14, 2005

Toppinum náð

Þarna er maður loksins kominn á toppinn á eitt besta útsýnisfjall sem að ég hef komið á. Það virðist vera einhver mikil þörf á rafmagni þarna uppi. Það voru fjórar sólarrafhlöður á þessum rauða píramída auk þess sem að það voru nokkrir rafalar undir þessu.

Eins og ég sagði áðan þá var þetta hin besta ferð og tók okkur um 6 klst.

Ferðasumarið heldur áfram

Við félagarnir ég og Andrés skelltum okkur í eina góða göngu núna í gær, mánudaginn. Var haldið á hæsta tind Skarðsheiðar, Heiðarhornið, sem að er um 1053 metrar yfir sjávarmáli. Ferðin tókst bara mjög vel og tókum við síðan góðan krók til að koma við á öðrum toppi tæplega 1000 metra háum. Þetta var frekar auðvelt labb þangað til maður kom upp á hrygginn þar sem þessi mynd er tekin. Þá tók við klettabrölt, erfiðir snjóskaflar og kviksendi sökum snjóbráðar.

Á myndinni má sjá Andrés kominn upp á hrygginn. Skessuhornið sést tignarlegt í bakgrunninum.

laugardagur, júní 11, 2005

Létt föstudagsganga

Ég skellti mér í eina létta föstudagsgöngu núna í gærdag. Veður var ágætt en skyggni mjög lítið. Þegar ég var kominn á topp Þverfellshorns þá slumpaði ég á skyggnið og var það um 12,4 metrar. Fremur kalt var í veðri en þó nokkur umferð af fólki. Læt eina mynd af toppnum fylgja svo þetta sé skjalfest alltsaman. Hafði nú ekki moggann með mér til að sína dagssetninguna.

Hvernig er það með Jakanna, eru þeir ekkert að ferðast hér innanlands??

Kveðja,

ReynirJ

fimmtudagur, júní 09, 2005

Ísland, Já takk!

Loksins gafst færi á því að kíkja eitthvað út fyrir borgarmörkin og taka eina létta göngu. Fórum við Sólrún í Hvalfjörðinn og var stefnan tekin á Glym. Veðrið var alveg frábært og skyggni með afbrigðum gott. Var haldið upp með Glymsgljúfrum að austanverðu og jarðlög skoðuð gaumgæfilega. Glymur skartaði sínu fegursta að vanda á þeim eina stað sem hægt er að sjá allan fossinn. Þegar upp var komið var Botnsáin vaðin ofan foss og gengið síðan niður með gljúfrunum að vestanverðu. Var bara farið í rólegheitum og notið veðursins. Ánægður með Sólrúnu að stelpa komin meira en fimm mánuði á leið fór alla þessa leið með mér enda var hún orðin þreytt í lokin. Var þetta fín ferð í frábæru veðri og vonandi eiga þær eftir að verða miklu fleiri í sumar. Því miður var myndavélin skilin eftir heima.

Kveðja,

Áróðurmálaráðherra

sunnudagur, júní 05, 2005

Smá útúrdúr

Í tessum skrifudu ordum er ég staddur í Malmö, fór í stutta ferd yfir Eyrarsundid til Svítjódar. Malmö er eins og smaekkud mynd af Köben.
Fer heim á morgun og tá byrjar ballid.

Elias

laugardagur, júní 04, 2005

Following Ellis and Ingas Trail

Tha er madur kominn til lettlands, komum hingad i morgun klukkan 10, keyptum okkur rutumida til varsja og eina nott a hoteli enda ekki buinn ad fara i sturtu i naestum 4 daga og vid lyktum mjog illa. fengum svo herbergid kl12 og thad var ekki buid ad hreinsa thad svo vid erum bara ad chilla a internetkaffi. rosalega var thetta erfid nott, fengum reyndar klefa og svo vorum vid vakinn upp fyrst um klukkan 4 a russnesku landamaerunum, leitad i toskum og spurt hvort vid vaerum nokkud med vopn eiturlyf, feldi, sprengiefni eda geislavirk efni. madur var nokkud smeykur thegar gaurinn tok svo passana okkar og for eitthvad burt. svo um klukkutima seinna var annad eftirlit a lettnesku landamaerunum. meira ruglid sem madur er buinn ad lenda i og madur gerir ser ekki grein fyrir thvi fyrr en nuna hvad vid hofum gert eystrarsaltslondunum gott med thvi ad vidurkenna sjalfstaedi theirra tharna um arid. ekkert planad i dag nema ad chilla i goda vedrinu (um 21stiga hiti) og drekka kannski bjor. a morgun er svo farid i skodunarferdir um Riga og svo naeturruta til varsja klukkan 21 eitthvad. best ad fara haetta thessu likaminn er farinn ad oskra a sturtu.
sael ad sinni
p.s. Elli who the hell is Nathan

föstudagur, júní 03, 2005

Kaupmannahöfn

Nú er Ellinn kominn til Köben. Hér er heitt og rakt, og thví ekki mikid varid í ad vera úti ad labba. Er búinn ad versla slatta og kem thví fátækari heim.

Bid ad heilsa öllum JÖKUM sem eru á ferdinni og líka theim sem eru heima.

Vímeistarinn

miðvikudagur, júní 01, 2005

Loftmynd


Að lokum þá tók ég loftmynd úr flugvélinni á leiðinni heim af Jökulsárlóni. Ég er búinn að vera í beinu sambandi við LMÍ síðan ég kom heim og hafa þeir óskað eftir myndinni til að leiðrétta sín kort þar sem þetta er nýjasta loftmynd sem að til er af svæðinu. Auðvitað leyfði ég þeim það!!

Tók ég yfir 500 myndir og fullt af video. Kannski maður hendi inn fleiri myndum seinna.

Hæsta "artificial" fjall í Eystrasaltslöndunum


Þarna er maður kominn á topp hæsta "artificial" fjalls í Eystrasaltslöndunum. Er það 122 metrar á hæð og gert úr ýmsum iðnaðarúrgangi frá gamla sovéska tímanum. Neita því ekki að þetta var mjög sérstök lífsreynsla. Þessi mynd tekin rétt áður en ég flaug á rassinn.

Hæsti foss Eistlands


Þarna er hæsti foss Eistlands og ég neita því ekki að þetta er nú óttalegt piss eitthvað.

Strandarferð


Ég og Hilmar skelltum okkur einn morguninn á ströndina í Pärnu. Var þetta fín strandarferð og styttum við okkur stundir við að byggja úr sandinum. Er þetta afraksturinn.

Bjórinn - Saku


Langmikilvægasti hluti ferðarinnar!! Mæli hiklaust með því að fólki reyni að komast yfir einn ískaldan Saku ef að kostur gefst. Er þess bjór alveg ómissandi og var þessi ekki sá fyrsti né sá síðasti í ferðinni.

Ströndin


Ég á ströndinni í Tallinn. Var hún alveg ágæt og sjórinn frekar hlýr.

Hluti af hópnum


Þarna má sjá hluta af hópnum fyrir utan höll Péturs Mikla.

Útsýnispallurinn


Töffarinn með útsýni yfir hluta af borginni.

Sól og sumar


Það er ekki hægt að segja annað að við vorum heppin með veður. Var sól og blíða nánast allan tímann. Þarna er Elli á góðri stundu að sleikja sólina.

Gamli bærinn í Tallinn


Þessi mynd er tekin fyrir utan hostelið okkar. Svona lítur út ekta gata í gamla hluta bæjarins.

Eistlandsför

Jæja, þá er maður kominn heim frá Eistlandi eftir vel heppnaða ferð þangað. Var hún mjög tíðindamikil og margt nýtt sem maður upplifði. Sá t.d. í fyrsta skipti skógarbjörn, íkorna, dádýr, jakuxa, maurabú, spætu, stork, o.fl. Það er alveg ótrúlega ódýrt að lifa þarna. Dýrustu máltíðir á fínum veitingastöðum ásamt 1-2 bjórum fara aldrei yfir 1000 krónur enda fékk maður sér ófáa stórsteikina. Sól og blíða nánast allan tímann fyrir utan mestu rigningu sem að mælst hefur frá for-kambríum tíma. Fórum við inn í verslunarmiðstöð að kaupa nokkra bjóra í góðu veðri. Þegar út var komið þurftum við að vaða upp fyrir hné á tímabili sökum flóða. Mjög skemmtileg lífsreynsla. En allavega þá mæli ég hiklaust með þessu landi, þó sérstaklega Tallinn og Pärnu. Læt nokkrar myndir fylgja hérna með til yndisauka....

Áróðursmálaráðherra