föstudagur, október 31, 2008

Endurvakning jakaboltans

Við ræddum um það í partýinu um síðustu helgi að endurvekja jakaboltann og er ég meira en lítið til í það. Það væri fínt að stefna á byrjun næsta árs og myndi ég reyna að finna einhverja með í boltann með okkur og aðrir gætu gert það sama. Eru annars ekki allir tilbúnir í bolta?

Stebbi kom með tillögu að Reykjalundi aftur og er ég samþykkur því.

PS. Er á næturvakt og ekkert að gera sem útskýrir skrýtna tímasetningu þessa innleggs.

Doddi

mánudagur, október 20, 2008

Útskriftarbömmer!!!

Var að fá tilkynningu frá Háskólanum um að ég fæ eitt fagið ekki viðurkennt, Náttúruauðlindir í Verkfræðideild, en það ku stangast á við nokkur skyldufög í Landfræði. Þannig að útskriftin frestast um nokkra mánuði.

Þar með vantar mig 6 einingar til þess að útskrifast og er kallinn nokkuð langt niðri núna.

Sum sé, ég útskrifast ekki n.k. laugardag vegna þessa. En stefni ótrauður á maí. Þvílík vonbrigði en svona er þetta bara!!!!!!!!!!!!!!

SAMT SEM ÁÐUR ætla ég að halda partý! Þannig að við stefnum ótrauð á laugardaginn! Teitið mun byrja um 8 - 8:30
Ég vonast til að sjá sem flesta

Kveðja
Doddi (Svekkti)

þriðjudagur, október 07, 2008

Útskriftarpartý!

Loksins, loksins! Búinn með ritgerðina !

Að því tilefni ætla ég að bjóða ykkur Jökum í útskriftarpartý 25. október.
Endilega látið okkur vita hvort þið komist.

Kveðja
Doddi

fimmtudagur, október 02, 2008

Sjósund

Loksins kom að því að maður dreif sig í sjósund. Útlitið var ekkert sérstakt. Um morguninn var tveggja stiga frost en það fór í tveggja stiga hita þegar komið var út að Gróttu um hálf sex eftir vinnu. Eftir að hafa farið í skýluna stukkum við út í sjóinn, ég og vinnufélagi minn. Það tók smá tíma að fá hita í sig en erfiðast var að komast upp fyrir mitti. Eftir smá erfiði var ákveðið að skella sér á bóla kaf. Þá var það versta búið.
Síðan tók nokkrar mínútur að svamla til að fá hitann í sig. Það gerðist þegar maður dofnaði og útlimirnir urður hálf tilfinningalausir sem er mjög sérstök tilfinning.
Selur fylgdist með okkur skrítnu köllunum að svamla þarna. Var furðu spakur greyið og var ákveðið að reyna ekkert að fara nær. Við höfðum yfirburðina á landi en okkur var ljóst að hann hefði yfirburðina í sjónum.
Eftir tæplega 10 mínútur í sjónum var ákveðið að fara á land sem var mjög sérstök tilfinning. Var erfitt að halda jafnvægi sökum dofa en fljótt varð manni funheitt.
Að lokum eftir að hafa þurrkað sér og farið í fötin var kuldinn farinn að koma fram aftur. Þess vegna brunuðum við í heita pottinn úti á nesi. Mælirinn sagði 7° heitur sjór sem að þykir víst nokkuð kalt. Þess má geta að nokkur snjókorn féllu en þrátt fyrir nokkuð erfitt fyrsta skipti er stefnt á að fara aftur fljótlega. Einhver tilbúinn ??? ;)