þriðjudagur, mars 29, 2005

Myndir úr Göngunni

Ég setti nokkrar myndir inn eftir gönguna. það voru samt fleiri myndavélar með í för og fróðlegt væri að sjá fleiri myndir. Hér er samt eitt myndskeið sem hann Reynir náði af mér stofna lífi allra í hættu með því að labba í snjó í miklum bratta. Enjoy

Halldór&Valgerður við flottan foss

Himmi

Göngumyndir

Það er óhætt að segha að leiðinn hafi verið drullu þakinn en Jakar áttu ekki erfitt með að láta sig falla inn í umhverfið eins og sést á þessari mynd.

Himmi

Göngumyndir

Já það verður að koma með smá myndir úr göngunni er það ekki. Hér eru Jakar að leggja sig í bráða lífshættu. eins og sést þá fylgjast Herdís og Halldór vel með hugsanlegum vatnavöxtum.

Himmi

miðvikudagur, mars 23, 2005

Gangan á morgun

Í sambandi við gönguna á morgun þá vorum við eiginlega búnir að ákveða að fara til Hveragerðis og labba svo þaðan upp í Reykjadal nánari lýsing hér. Þetta er örugglega fín ganga og allt í lagi þó að það rigni kannski smá.
Ég og Herdís erum allavega búinn að kaupa nesti.

þriðjudagur, mars 22, 2005

Ganga á fimmtudaginn

Ég Reynir og Halldór vorum að spá í göngu á fimmtudaginn eitthvað og kannski að hittast í kvöld og ræða það og ef til vill ræða eitthvað fleira? hvað segið þið um það er stemming fyrir hitting í kvöld einhverstaðar. Ég mæli með að við hittimst á myrkustað svo ég geti notað höfuðljósið mitt


Ég var nú eitthvað meira í svona pælingur. Reyna að nota meiri jarðliti í þetta.... Posted by Hello

Litir í merkinu

Tillaga 2 hér Ákvað svona í tilefni páskana að koma með smá tillögu að litum fyrir jaka logoið breytti þessu líka í fjelag þarf samt ekkert að vera þannig. hvað finnst ykkur er þetta of jólalegt


Himmi

Tillaga 2

Eða svona kannski, vill samt benda á að þetta er ekki full unnið aðeins hugmyndir

Himmi

Páskafrí

Þá ættu nú flestir Jakar að vera að skríða í páskafrí. Er þá ekki réttast að kíkja í keilu eða jafnvel Jakagöngu á fimmtudaginn. Hvað segið þið um þetta?

miðvikudagur, mars 16, 2005

Undirbúningur fyrir sumarið

Nú styttist í sumarið og ekki eftir neinu að bíða og fara að plana eitthvað í sumar. Hvenær eigum við að hittast. Það er svo sem alltaf hægt að hittast yfir öl eða appelsíni eða hverju sem menn vilja setja ofan í sig eða ekki. Helgin er laus hjá mér ef fólk vill hittast og ræða málin. Látið heyra í ykkur og sjáum hvað gerist. Það má í raun vera hvaða helgi sem er. En því fyrr því betra og allir geta þá tekið frá helgi tímanlega.

þriðjudagur, mars 15, 2005

Hún á afmæli í dag

Hún á afmæli í dag,
hún á afmæli í dag,
hún á afmæli hún Herdís,
hún á afmæli í dag.

Hún er 25+1 árs í dag,
hún er 25+1 árs í dag,
hún er 25+1 árs hún Herdís,
hún er 25+1 árs í dag.

Til hamingju með daginn Herdís.

Valgerður og Halldór

mánudagur, mars 14, 2005

Takk fyrir okkur

Ég, Birta og Úa og sérstaklega Herdís viljum þakka fyrir innlitið síðasta laugardag. Birta og Úa voru mjög ánægðar með alla sem komu þó svo að gelt hafi verið að sumum, öruglega ekkert illa meint. Bollurnar lögðust bara vel í fólk eftir því sem ég best veit. Reyndar var ég slappur í maganum í nótt, en það er ekkert að marka það. Bara enn og aftur takk fyrir innlitið og ég spyr svo að lokum hver á næst afmæli?

Himmi

miðvikudagur, mars 09, 2005

Uppfærsla

Eins og glöggir lesendur þessarar síðu hafa eflaust tekið eftir þá hefur útlitið aðeins breyst á síðunni. Var það netnefnd Jaka sem að sá um þessar breytingar fyrir þroska og útbreiðslu samtakanna til upphefðar og virðingar. Netnefnd tekur við ábendingum um það sem má betur fara á síðunni.

Kveðja,

Netnefnd.

mánudagur, mars 07, 2005

Afmæli í eigin herbúðum

Vegna komandi afmælisdags Herdísar Maka hefur hún ákveðið að blása til veisluhalda næstkomandi Laugardag þann 12.Mars klukkan 21.
Herdís kveður nú æskuárinn og leggur af stað inn í fullorðinsárin með gífurlegar væntingar fyrir stafni. Tilvalið fyrir alla þyrsta JAKA að mæta og sletta úr klaufunum eða þá bara til að væta kverkarnar
Endilega kommentið og boðið mætingu, Það er aldrei að vita nema að þið komist á gestalista. Veislan verður haldin í Viðigrund 9 í Kópavogi og læt ég fylgja smá loftmynd með til öryggis
Húsið er svo í gps punkti 359637,3 404587,6 gæti skikað 1-3 metra en þá hringið þið bara og ég kem út og kalla eftir ykkur

Himmi

miðvikudagur, mars 02, 2005

Æ nóv vatt jú did last víkend

Það er eins og það hafi eitthvað alvarlegt gerst síðustu helgi í Skorradal. Það hefur bara enginn tjáð sig neitt um ferðina eða gefið henni einkunn. Auðvitað segja myndir meira en 1000 orð og ég býð spenntur eftir heimildamyndinni frá Halldóri þar sem ég fer með ofleik. Hvert eigum við svo að stefna í fyrstu útileguna, Jökum stendur náttúrulega til boða að kíkja í Kinnina helgina 8-10 júlí en meira um það seinna. Svo ætlum við herdís búinn að taka að okkur kristniboða frá ástrlíu 28júlí- 10ágúst og þá er stenft að því að fara í skaftafell og suðurland fyrstu helgina (sem er versló) og svo kannski snæfellsnes seinni helgina. Allir velkomnir með okkur í það að sjálfsögðu, ekki verra að vera fleiri þegar boða á út fagnaðar erindið. Svo hefur það setið á hakanum hjá mér síðustu 2 sumur að ganga Fimmvörðuhálsinn, hver veit nema það verði að veruleika. Ég hef ákveðið að láta ekki veðrið stoppa mig í sumar, kannski frekar peningaleysið.
Hvað segið þið er stemmari fyrir einhverju ævintýri í sumar eða á morgun?

þriðjudagur, mars 01, 2005

Afmælisbarn dagsins

Vildi bara óska afmælisbarni dagsins til hamingju með daginn, aldrei að vita nema að maður fái sér einn í tilefni dagsins