föstudagur, mars 30, 2007

Innstidalur Expediton taka 2


Já endilega þeir sem vilja skella sér í útilegu á laugardaginn endilega að skrá sig nóg pláss eftir og góð veðurspá

miðvikudagur, mars 21, 2007

Leiðrétting

mér var bent að það væri ósamræmi í fyrri í færslu. Partýið á að vera á FÖSTUdaginn 23. mars en ekki laugardaginn. Vonandi komist þið öll þá :)

Grænt eða grátt

Vildi bara minna á http://framtidarlandid.is/ endilega takið afstöðu.
Annars ætlaði ég bara að segja að við Stebbi erum spennt fyrir partý-inu hjá Himma og Herdísi á laugardaginn. Veit ekki af hverju, en ég hef hvorki getað kommentað á mínu nafni né á nafni Stebba.

þriðjudagur, mars 20, 2007

Teiti

Jakar nær og fjær. Við skötuhjúin í Lyngbrekkunni ætlum að halda smá teiti næst komandi laugardag (23.mars), kl 21:00. Tilefni: svona hálfgert innflutnings partý sem við héldum aldrei, afmæli og okkar síðustu barnlausu vikur.
Endilega kommentið um hvort þið komist eður ei.

laugardagur, mars 17, 2007

Innstidalur Expedition

Jæja þetta Logo þarfnast kannski dálitla útkýringa en þannig er mál með vexti að við félagarnir Himmi&Jói (eins og Simmi&jói) erum að plana fyrstu útilegu ársins inn í Innstadal þar sem prófaður verður ýmis búnaður sem að er seldur í búðinni. Meðal hluta sem verða brúkaðir er nýju dúnpokarnir okkar, bivi pokar, light my fire mataráhöldin, event fatnaður og svo margt margt fleira. Gátum nú ekki farið í svona erfiðan leiðangur án þess að fá sterka stuðningsaðila á bak við okkur og má nú segja að það hafi nú bara verið hálf erfitt að þurfa vísa svona mörgum frá. Logoið verður svo prentað á Boli og allur ágóðinn sem verður af því (5000kr stykkið ) rennur óskiptur í söfnunina "Gerum strákinn að alvöru lækni" sem er þjóðarátak Sjálfstæðisflokksins um að byggja upp góðan háskólasjóð fyrir Aron Pálma svo að hann fái æskudraum sinn uppfyltan. óþarfi að nefna að verndari söfnunarinnar er Guðmundur í Byrginu
Og allir velkomnir með.

Annars var þessi færsla eiginlega bara skrifuð hérna á föstudagskvöldi á öðrum bjór yfir snilldar myndinni vertical limit þar sem þyngdarögmálið virðist hafa gleymst við handritsskrif. En engu að síður vildi ég bara biðja ykkur um að taka frá næsta fös 23mars því þá verður innfluttnings/afmælisveilsa haldin hér í lyngbrekku 3 á meðan húsrúmleyfir. nú er síðasti séns að fara kíkja í heimsókn áður en að bumbus kíkir í heimsókn maður veit aldrei hvenar þessi börn gera boð á undan sér svo þetta er svona partyboð með fyrirvara um breytingar. Bara vonum að sem flestir sjái sér fært um að mæta.

sunnudagur, mars 11, 2007

Gjábakkahellir


Við félagarnir Himmi&Reynir hf skelltum okkur í enn eina hellaskoðunina. Merkilegt nokk ætti ekki að koma neinum á óvart. Gjábakkahellir varð fyrir valinu einn stuttur og góður á sunnudegi.