sunnudagur, maí 27, 2007

Langjökull

Fjölskyldan skellti sér í jöklaferð upp á langjökul í dag sunnudag og var í samfloti með tveimur öflugum jeppum, þar voru á ferð pabbi hans Stebba og vinur hans


Í fyrstu gekk ferðin upp jökulinn nokkuð vel, þó að færið væri mjög þungt að sögn kunnugra manna


meira að segja festu þeir sig sem voru á fjórhjólum


fjölskyldan á hábungu Langjökuls, jökullinn hans Eiríks í baksýn


það var nokkuð bratt að keyra upp á hábunguna


Gúrkan varð að sætta sig við að komast ekki alla leið, þrátt fyrir frábæra frammistöðu. Hinir tveir bílarnir sem voru með í för áttu í mesta basli við að komast upp þrátt fyrir að vera fullbúnir jöklajeppar á 44" blöðrum.


Skessuhornið og Skarðsheiðin tignarleg (tekið frá Hvítárvöllum)

miðvikudagur, maí 16, 2007

Eitthvað planað í sumar

Jæja þá eru kosningarnar búnar og líklegt að helv.... stjórnin haldi áfram. En hvað sem því líður þá er að koma sumar. Er fólk búið að skipuleggja sumarfríið? Verður farið á fjöll? Á Strandirnar? Í fjallgöngu? upp á jökul? eða eitthvað annað? Ætli það verði hægt að fara í Jakaútilegu?

fimmtudagur, maí 03, 2007

Eurovision-kosninga-fjölskylduvænt-grillparty

Hvað segið þið um það? 12 mai að sjálf sögðu. Allir koma með á grillið fyrir sig, en við getum séð um kartöflur og meðlæti.