laugardagur, október 20, 2007

Hellaskoðun, hvað annað

Við ´félagarnir skelltum okkur í hellaferð, Búri var heimsóttur. Meira um það síðar



Smá myndband frá því að Reynir kemur aftur upp í dagsljósið.

sunnudagur, október 14, 2007

Hellaskoðun, Litli Björn-Vörðuhellir

Hellaskoðunar ævintýrið heldur áfram


Við félagarnir í Hellarannsóknarfélagi Jakana (The RedTeam eins og köllum okkur :)) skunduðum á Þingvöll og treystum vor heit í dag 13.okt, eftir margra mánaða ekki gera neitt tíma (allavega að minni hálfu).


Leiðinni var heitið í Litla björn og hann átti víst að tengjast vörðuhelli. Við félagarnir sannreyndum það og skriðum í gegnum þvílíku þrengslin og á tímabili var manni bara ekki alveg sama.


Svolítið óþægilegt að koma svona inn í einhvern annan helli eftir að hafa skriðið á maganum inní hann og ekki vita hvar í helvítinu maður er staddur. Ég verð nú að játa það ég hef aldrei verið eins fegin í hellaferðum og nú þegar við losins sáum dagsljósið. Lengd hellana samanlangt var eitthvað 800m, Reynir leiðréttir mig ef það er rangt. Man ekki alveg hvað þetta tók langan tíma en þegar það er gaman þá líður tíminn hratt.


Næst á döfinni hjá hellarannsónarfélaginum er að fjárfesta í alvöru ljósum og taka betri myndir.


jæja fleira verður í þættinum í kvöld


verið þið sæl