þriðjudagur, júní 24, 2008

Skriðufell

Við litla fjölskyldan ætlum að skella okkur í útilegu um næstu helgi ( lau - sun ). Gaman væri að sjá fleiri á svæðinu. Ætlum að tjalda á Skriðufelli við Þjórsá ( sama stað og í fyrra ).

Kveðja H,H&A

sunnudagur, júní 22, 2008

Gat það líka!!


kominn á toppinn, ferðafélagi minn að þessu sinni var pabbi


skyggnið var mun betra rétt áður en að við komust á toppinn

Jæja þá er ég loksins búin að fara á hnjúkinn. var mjög heppinn með veður mest allan tíman, fyrir utan á toppnum sjálfum. færið var mjög gott og því var gangan auðveldari en ég var búin að búa mig undir. En ferðin var frábær í alla staði og ég mæli með henni.
Kv. frá þreyttum hnjúkfara

sunnudagur, júní 15, 2008

Hraundrangi sigraður

Ég Hilmar Kristjánsson, náði toppi hraundranga í gærkvöldi 14.06´08.

Fleiri myndir og ferðasaga væntanleg.


sunnudagur, júní 01, 2008

Fréttatilkynning


Í Gær þann 31.05.2008 um klukkan 13:00 náðu þeir Hilmar og Reynir loka takmarki í átakinu toppaðu með 66°norður, þ.e.a.s. Hvannadalshnúk.

Ferðin gekk vel og ýtarleg ferðasaga og myndir munu verða birta hér þegar göngugarparnir hafa hvílt lúinn bein.