sunnudagur, ágúst 28, 2005

Toppurinn

Þarna er maður svo kominn á toppinn við mikinn fögnuð enda ekki á hverjum degi sem maður gengur á Skjaldbreið.

Ferð

Jæja, fyrst að enginn er að segja frá sínum ferðum þá geri ég það bara. Skellti mér í gamni í eina létta fjallgöngu á föstudaginn. Fór yfir 1000 metrana í þriðja skiptið í sumar þegar ég skellti mér á Skjaldbreið. Frekar létt fjall því það er mjög aflíðandi og tekur einungis um klukkustund. Mæli vel með Skjaldbreiði því að útsýnið er frábært í góðu veðri.

Þarna er maður u.þ.b. hálfnaður og útsýnið er frábært

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Smá upphitun

Sælir Jakar nær og fjær
Þar sem sumarið er að enda þá er ástæða til að syrgja. Þeir sem vilja minnast sumarsins sem er að líða eru velkomnir á Eggertsgötuna á föstudaginn kemur. Drykkarföng af ýmsum toga eru velkomin með ykkur í poka. Húsið verður opið frá 19:00 og eitthvað fram eftir kvöldi eða eins lengi og fólk nennir að sitja eða standa og drekka bjór eða hvað annað sem í pokanum verður.

Til að gera langa sögu stutta, partý á Eggertsgötunni næsta föstudag.

fimmtudagur, ágúst 11, 2005

Grillpartý

Sælir Jakar og makar!
Er ekki kominn tími til að ALLIR Jakarnir fari nú að hittast???
Stefnan hefur verið tekin á að halda gott Grill-Partý hjá Ástu og Stebba á Kjaló, steik og bjór....jafnvel eitthvað sterkara.....gerist ekki betra! Þar munum við taka ærlega á því og spurning hvort Elli taki ekki lagið í Singstar...........!
Þar sem að einhverjir eða flestir Jakar eru að klára þessa blessaða B.S.-ritgerð þá hefur dagsetningin 24.sept (Laugardagur) orðið fyrir valinu, lokaskil ritgerðar eru 20.sept ( Stefán Þ. Þórsson 2005).
Hvernig hljómar þetta?

Hafa einhverjir heyrt í Boganum eller Dodyo? Eru þeir á lífi??? Hvað með "Vidda höstler", hnoðrinn verður að mæta!!!
Endilega látið heyra í ykkur ef dagsetningin hentar ekki eða þið getið/viljið ekki mæta!!!

Venlig hilsen,
KANSLARINN - ÓÐALSBÓNDINN

sunnudagur, ágúst 07, 2005

Greetings!
Ákvað að senda eina mynd hérna inn, gat ekki annað en hlegið þegar ég sá þetta skilti í dimmuborgum þar sem hann Elli er meðal annars landvörður og sinnir sínu starfi eflaust vel. Eins og flestir vita er Elli iðinn við að klifra í klettum og væri gaman að vita hvort honum hafi ekki langað mikið til að klifra á þessum stað.


Annars var þetta bara útúrsnúningur. Var að rekast á lagalista yfir væntanlegan Singstar 80´s disk sem er væntanlegur. Hér kemur hann
Song Listing:
Culture Club - Karma Chameleon
Dexy's Midnight Runners - Come On Eileen
Vanilla Ice - Ice Ice Baby
Belinda Carlisle - Heaven is a Place on Earth
Simple Minds - Don’t You (Forget About Me)
The Cure - Just Like Heaven
Nena - 99 Red Balloons
Frankie Goes to Hollywood - Power of Love
Blondie - Atomic
Kate Bush - Running up that Hill
Foreigner - I want to know what love is
Europe - The Final Countdown
Soft Cell - Tainted Love
Wham! - Wake me up before you go, go!
Pretenders - Brass in pocket
Billy Joel - Uptown Girl
Erasure - A little respect
Starship - We built this city
Katrina and the Waves - Walking on Sunshine

Ég veit að ég er farinn að hlakka til að grípa í microfóninn og jafnvel sjá ákveðna aðila syngja nefni engin nöfn (byrjar á E endar á i)
jæja bless í bili
Hilmar Ímyndasköðuður
Himmi