mánudagur, september 24, 2007

Lítið að gerast

Er ekkert að gerast hjá ykkur. Ekkert gerst á þessari síðu allavega. Þegar við hittumst síðast þá var fólk nú til í næstum hvað sem er. Reynir tjáði mér það að hann og Sólrún væru búin að ákveða búning fyrir næsta partý. Þá er bara spurningin hvort að við ættum ekki að setja niður dagssetningu fyrir það. Ég var að skoða dagatalið og sá að 19. jan, 26. jan og 2 febrúar 2008 eru laugardagar. Kemur einhver af þessum dögum til greina? Það er auðvitað skilyrði að sem flestir geti mætt. Látið í ykkur heyra. Fyrir okkar skiptir ekki máli hvaða dagur þetta er en laugardagarnir eru bestir í þetta held ég.