þriðjudagur, ágúst 05, 2008

Pallafjör!

Vorum að spá í að bjóða í pallafjör þann 15. ágúst (föstudagur).
Ef það verður hinsvegar rigning þann dag þá verður ekkert pallafjör en þá höfum við 16. ágúst til vara.
Fjörið byrjar um 19 leytið. Kveikt verður á nýja grillinu þannig að hvers kyns veitingar eru velkomnar sem hver og einn mun sjá um fyrir sig. Við getum séð um einhverskonar meðlæti (þ.e. ef það er ekki mjög flókið) og/eða eftirrétt. Óáfengir drykkir verða á boðstólnum en áfenga drykki verði þið að koma með sjálf ef sá galsinn er á fólki.
Það væri gaman ef sem flestir gætu komið – langt síðan allir jakar og makar hafa komið saman.
Endilega látið heyra í ykkur.

laugardagur, ágúst 02, 2008

Leggjabrjótur

Ég og Sólrún skelltum okkur yfir Leggjabrjót um daginn í ágætis veðri. Var gengið úr Botnsdal og komið niður í Bolabás á Þingvöllum. Það var svolítið kalt á leiðinni og mjög hvasst en sem betur fer vorum við með vindinn í bakið en ekki fangið. Fín ferð sem tók tæpa sex klukkustundir rólegum gangi alla leið. Læt eina mynd fylgja með hérna úr ferðinni.

Kveðja úr Vesturbænum,

Reynir