miðvikudagur, ágúst 23, 2006

Ríkisstjórn Íslands tilkynnir:

Þar sem ný lög taka gildi þann 1. janúar 2007 verður öllum ríkisborgurum skylt að uppfylla skilyrði Atvinnureiknis ríkisins. Þeir sem ekki verða búnir að uppfylla neðangreind skilyrði fyrir þann 1. janúar verða sóttir til saka og dæmdir í útlegð á Svalbarða það sem eftir er... múhahaha

Samkvæmt atvinnureikni ríkisins:

Addú = Tannlæknir
Doddi = Dragdrottning
Ásta = Snillingur
Stebbi = James Bond
Inga = Þjónn
Einar = Bókasafnsvörður
Himmi = Tennisstjarna
Herdís = Tannlæknir
Halldór = Flugmaður
Valgerður = Hnikkjari
Reynir = Skák meistari
Sólrún = vinna hjá atvinnumiðlun
Nilli = Þjónn
Helga = Klámstjarna
Elli = Fangelsisvörður
Finnbogi = Morðingi
Viddi = Sjúklingur

Er fólk vinsamlegast beðið um að reyna eftir bestu getu að fara eftir þessum skilyrðum.

Kveðja frá Ríkisstjórn Íslands

p.s Fuglaflensan lengi lifi og virkjum Gullfoss

fimmtudagur, ágúst 17, 2006

Strandir

Gæti verið atriði úr Brokeback mountain, tekið við Diðriksstaðavatn. Sannir JAKAR láta kuldan ekki hafa áhrif á sig

Reykjarvík í Bjarnarfirði, hús fjölskyldu Addúar Posted by Picasa

Gullfoss, aðeins farinn að ryðga. Posted by Picasa

Gamla síldarbræðslan við Djúpavík Posted by Picasa

Krossaneslaug Posted by Picasa

Veiðileysa, héðan á Doddi ættir að rekja. Reykjarfjarðarkambur til vinstri og Byrgisvíkurfjall til hægri.

Langisjór Posted by Picasa

Vid Mýrdalsjökul, að sjálfsögðu með varðeld

Ljótipollur við Landmannalaugar

laugardagur, ágúst 12, 2006

Félagarnir á toppnum

Þarna erum við félagarnir á góðri stundu á toppnum.

Mæli með þessari göngu þar sem útsýnið er frábært yfir land sem að maður sér sjaldan. Svipað lengi og að ganga á Esjuna leiðin þarna upp.

Kveðja úr Þingásnum,
Reynir Jónsson

Útsýnið var mjög gott

Útsýnið á toppnum var mjög gott enda lentum við í algjöru logni á toppnum.

Hér má sjá í norðvestur í átt að Hítarvatni.

Loksins fannst leiðin

Þarna upp var haldið af hálfum hug.

Það hafðist þó að lokum.

Klettarnir

Efsti hlutinn var strembinn. Þurftum við að ganga í þónokkurn tíma þangað til við fundum leið sem að við treystum okkur upp.

Andrés í klettunum.

Tröllkirkja

Tröllkirkjan var hrikaleg að sjá þegar nær dró.

Sagan segir að þarna hafa nokkrir komist upp en enginn komist niður.

Nærmynd af Hrútaborg


Nokkuð vígalegur tindur að sjá.

Upphaf ferðar

Strákurinn í upphafi ferðar við bílinn. Tindurinn rís upp úr mólendinu í fjarska.

Auðvitað var maður vel búinn með stafina sína fínu.

Fjallganga

Það er kominn tími á að maður skrifi eitthvað hérna inn. Ég skellti mér í fjallgöngu um daginn með Andrési félaga mínum og var förinni heitið á Skessuhorn á Skarðsheiði. Sökum veðurs og skýjafars var ekki hægt að fara á toppinn í góðu skyggni og því flettum við upp góðum tindi í fjallabókinni góðu. Hrútaborg í Hnappadal á Snæfellsnesi varð fyrir valinu. Koma hérna nokkrar myndir frá ferðinni.

Hérna má sjá kort af svæðinu og leiðina sem að við gengum á fjallið. Eins og sjá má er ansi gott klettabelti á leiðinni.