fimmtudagur, júní 21, 2007

Halló halló hver vill koma í pylsupartý ?

Hvað segið þið um að hittast og grilla pylsur á laugardaginn ? Nýr ísmoli kominn í heiminn sem öllum langar að sjá, hana Emelíu Guðjörgu.

Við sjáum um grillið, sósurnar og drykkarföng, þið megið koma með pylsur (hver fyrir sig (eða e-ð annað)).

laugardagur, júní 02, 2007

Fyrsta útilegan vel heppnuð


Við félagar Himmi&Jói og Reynir skelltum okkur í langþráða útilegu uppí innstadal í gærkvöldi. Ferðinn gekk vel þó svo að það hafi ringt allan tíman sem á göngu stóð. Þegar við vorum komnir innst í dalinn stytti svo upp og hinn frábæri 3ja laga öndunarfatnaður frá 66°Norður var ekki lengi að láta okkur verða þurra aftur.

Við tjölduðum til einnar nætur og vorum komnir í bæinn aftur eitthvað um 8-9 í dag laugardag.

Þetta var bara hin hressilegasta útilega og mæli ég eindreigið með svona varpokum í styttri gönguferðir.