The Red Team
Hellafélag Jakanna, The Red Team, fór í enn eina hellaferðina um daginn. Fyrir valinu varð Leiðarendi. Þar höfðum við báðir komið áður en þangað var farið til að fullkanna hellinn ásamt því að setja meiri metnað í ljósmyndun. Var fína vélin hans Hilmars tekin með, þrífótur og öflug ljós. Læt fylgja nokkrar myndir hérna með úr ferðinni.
Athyglisverður dropasteinn.
Hilmar eitthvað að fikta í myndavélinni sinni sennilega.
Kindin sem að fór inn og kom aldrei út aftur. Af henni dregur hellirinn nafnið sitt og er talið að þessi beinagrind sé meira en 1000 ára gömul.
Upphaf Leiðarenda.
Flott grýlukertin úr loftinu.
Enn er tekið við fleiri meðlimum í The Red Team...
Kveðja, Reynir