laugardagur, janúar 26, 2008

The Red Team

Hellafélag Jakanna, The Red Team, fór í enn eina hellaferðina um daginn. Fyrir valinu varð Leiðarendi. Þar höfðum við báðir komið áður en þangað var farið til að fullkanna hellinn ásamt því að setja meiri metnað í ljósmyndun. Var fína vélin hans Hilmars tekin með, þrífótur og öflug ljós. Læt fylgja nokkrar myndir hérna með úr ferðinni.

Athyglisverður dropasteinn.
Hilmar eitthvað að fikta í myndavélinni sinni sennilega.
Kindin sem að fór inn og kom aldrei út aftur. Af henni dregur hellirinn nafnið sitt og er talið að þessi beinagrind sé meira en 1000 ára gömul.
Upphaf Leiðarenda.
Flott grýlukertin úr loftinu.
Enn er tekið við fleiri meðlimum í The Red Team...
Kveðja, Reynir


miðvikudagur, janúar 23, 2008

Fyrir þá sem hafa áhuga


mánudagur, janúar 21, 2008

Matur fyrir alla

Já hún er kominn í búðirnar ekta dönsk Jaka dósaskinka á aðeins 749kr/stk
Auðvitað má díla með verðið fer auðvitað allt eftir magni.
Er með þónokkurn lager af þessu heima reiknaði með einu bretti fyrir hvern jaka og tvö bretti fyrir Ella. En fyrstur kemur fyrstur fær, Ég tek við pöntunum hér á commentakerfinu og ekki má gleyma fríu heimsendingunni innan stór Kópavogssvæðisins. Það þar nú svosem ekkert að aglýsa þetta, skinkan selur sig sjálf. Og munið ekkert er gaman án skinku. Frekari upplýsingar má finna á www.JakaSkinka.com
Fyrir hönd innfluttningsráðs
Hilmar
P.S. Eki verður tekið á móti pöntunum 26-30 janúar þar sem ég verð erlendis að markaðsetja skinkuna í þýskalandi.

miðvikudagur, janúar 16, 2008

Ferðin til Mekka knattspyrnunnar










Fleiri myndir á Flickr síðu Jakanna.

mánudagur, janúar 07, 2008

Búningapartý

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það liðna
Jæja þá er aldeilis farið að styttast í hið árlega búningapartý Jakana 2008.
Undirbúningur hefur verið í gangi hér í kópavogi undanfarna 7mánuði og eru nú búningarnir farnir að taka á sig ansi skemmtilega mynd. Ég ætla að vona að allir séu að taka þetta jafn alvarlega og við skötuhjúin enda gerum við lítið annað þessa dagana en að ræða búninga mál og hvaða kokteil eigi að starta kvöldinu með, Valið er á milli pink cherry blossom bath eða rainbow shower on the beach.
Þá er bara spurningin hvar á að halda teitið. Doddi og Addú voru búinn að bjóða heimili sitt bara spurning hvort að það boð standi.
Við erum alveg til í heimsókn í Hafnrafjörðinn hvað segið þið?