Eiríksjökull
Eiki gamli flottur í góða veðrinu...
Jæja það kom loksins að því að maður kom sér loksins á Eiríksjökul. Hafði það verið draumur minn lengi að ganga á hæsta fjall vestan Kjalvegar. Það var einmuna blíða sem við fengum á göngunni. Talsverð ganga er að fjallinu yfir úfið hraun og þá kemur maður inn í algjöra paradís þar sem upptök Hvítár eru. Þar þarf aðeins að vaða og leggja svo á brattann.
Útsýnið var heldur ekki af verri gerðinni. Alveg ótrúlegt veður þar sem ekki hreyfði vind. Eftir bratann tekur svo við smá gangur að skálinni sjálfri þar sem jökullinn er.
Síðan tekur við aflíðandi halli á jöklinum sjálfum og er erfitt að átta sig á því þegar á toppinn er komið. Þar verður maður að treysta tækninni þegar metrarnir fara að telja niður aftur.
Ógleymanlegt ferð sem að lítur svo sannarlega vel á á ferilsskránni.
Góðar stundir kæru lesendur
Reynir Jónsson