sunnudagur, maí 21, 2006

Loksins smá action

Fer á Langjökull á Þriðjudaginn á Superjeep
hef aldrei komið þangað hlakka til.
því miður er þetta prívat tour svo enginn má koma með.

Nei bara svona að láta mér leiðast í vinnunni. Engu líkara nema þetta blogg sé í einhverri lægð bara.

Hittumst!

laugardagur, maí 06, 2006

Engin afrek svosem

Tími mtil kominn að minna á sig.
Ég hef ekki unnið til neinna afreka frekar en fyrri daginn svo ekki þýðir að tala um það.
Hinsvegar erum við Herdís flutt inn í okkar fyrstu íbúð og erum svona að vinna í að koma henni í partýstand. Þetta eru kannski engir stúdentagarðar en við munum kannski halda einhver þemaparty og hver veit nema stúdentaþemað eða jaka þema verði einhvertíman fyrir valinu.
Herdís Skrapp til Boston gellan og er að vinna frekar að því að koma okkur í skuldir í þessum skrifuðu orðum. ég er hinsvegar farinn að láta mig dreyma um að fara gera eitthvað skemmtilegt hvað sem það gæti nú verið. verst að sumir jakar eru orðnir svo miklir jakar að ekki þýðir að fara í göngu með þá nema að gönguhæð sé í amk 3000m yfir sjávarmáli. Nei segi svona í djóki. Ég held að það sé fullvisst um að það geta aldrei allir hisst og gert eitthvað saman svo ég sting uppá að við plönum eitthvað lítið eins og grillparty og bjór ekkert heilsusamlegt semsagt.
Ýmislegt síðan síðasta jakaparty var haldið vona ég þess vegna finnst mér tilvalið að fara hittast.
jæja þá er best að slútta þessu
p.s. birt með fyrirvara um stafsetningarvillur og áfram HK