sunnudagur, júlí 30, 2006

Verslunarmannahelgim

Hvað ætlar fólk að gera um þessa gífurlegu ferðahelgi?

fimmtudagur, júlí 27, 2006

Nýtt áhættusport

The human body rafting
Ekki reyna þetta heima

Allt sem þarf er svona ca 25 stiga hita, mikla sól, sundföt(optional) Eitt stykki á og mikla hugdirfsku.

miðvikudagur, júlí 12, 2006

Strandarferð

Við Stebbi ætlum að halda á Strandirnar helgina 20-23 júlí og ef einhver hefur áhuga þá væri frábært að fá einhverja ferðafélaga. Við förum reyndar af stað um miðjan dag á fimmtudeginum, en ef þið eruð að vinna þá, þá er hægt að koma bara á föstudeginum. Við ætlum að fara á volvonum svo að það verða ekki farnar miklar torfærur. Endilega látið okkur vita ef að þið hafið áhuga.

Kv. Ásta og Stebbi

sunnudagur, júlí 09, 2006

Grilkvöldgönguferð


Eins og sjá má á myndum sem hér fylgja þá var skellt sér í smá hressandi göngu á föstudaginn um kvöldmatarleytið. Við keyrðum upp að þingvöllum og enduðum svo með því að keyra að Nesjavallasvæðinu þar sem við grilluðum pylsur ti dauða.

Niðurstaðan var allavega skemmtileg kvöldstund þar sem mikið var hlegið. Endilega að gera þetta aftur við tækifæri.

Kv Himmi

Félag eldri borgara Fjallsins

Sæl

Ég hitti Erlu skrýtnu (þið sem munið eftir henni vitið um hverja ég er að tala) í gær og sagði hún mér frá félagsskap sem er fyrir eldri borgara Fjallsins, félag þetta hefur slóðina http://grjotid.blogspot.com og er fyrir alla eldri borgara Fjallsins, þ.e. þá sem eru búnir með skólann.

Endilega kíkja og skoða.

föstudagur, júlí 07, 2006

Gönguferð í kvöld

Við Herdís, Halldór og Valgerður hittumst fyrir tilviljun í gær og ákváðum að þetta framtakleysi gengi ekki lengur. Við ætlum að fara í göngu í dag uppúr klukkan 17 og ferðinni er er heitið uppá Móskarðshnjúka eða inn í Hvalfjörð. Tekið verður með kola grill og nokkrar pylsur grillaðar lifandi. Þeir sem eru áhuga samir geta haft samband eða sent sms í mig eða Halldór, Valgerði eða Herdísi.
kv Hilmar Fótboltakappi.

miðvikudagur, júlí 05, 2006

�r�hyrningur s��ur fr� tjaldst��inu. Matterhorn hva�!! Posted by Picasa

Þríhyrningsferð fyrstu helgina í júní

Gúrkan í toppstandi, takið eftir JAKA-merkinu Posted by Picasa

Þríhyrningur séður frá bílnum. Matterhorn hvað!! Posted by Picasa

Komin 30 vikur á leið Posted by Picasa

Á toppnum Posted by Picasa

Frábær staður þar sem við vorum algjöru næði. Sáum engan í tvo daga Posted by Picasa

Auðvitað varðeldur Posted by Picasa

mánudagur, júlí 03, 2006

Jaka hittingur ASAP!

Jæja... langar Jökum og mökum ekkert að hittast svona eins og einu sinni áður en sumrinu lýkur??? Langar ykkur ekkert í almennilegt Jaka partý???

Við vorum að velta fyrir okkur hvort Jökum, mökum og ísmolum langaði að fara í örútilegu?

Hvert: ekki lengra en klukkutíma akstur frá Reykjavík helst þar sem hægt er að kveikja varðeld
Hvenær: föstudaginn 7. júlí eftir vinnu (leggja af stað milli 17-18)
Útilegubúnaður: grill (kol/gas/einnota), sólstólar, teppi og hlýr fatnaður
Matur: grillaðar pullur

Endilega komið með uppástungur varðandi staðsetningu.

Þessi ferð er þó háð veðri og vindum.

Látið í ykkur heyra :)

Valgerður og Halldór


Vildi bara þakka öllum (3)sem litu við í afmælisveisluna mína á laugardaginn. Við Herdís erum enn að japla á Bananasúkkulaðikökuni góðu.
Þeir Jakar sem kíktu við eru farnir að þyrsta í gott party svo að það er spurning hvort að einhver fari að slá einu slíku upp. Kannski maður sjálfur bara(Ekki vantar vínið), en þá verða helst fleiri að mæta annars verður því frestað.
Þangað til næst,
Veriði sæl