fimmtudagur, nóvember 29, 2007

Gleði í Kópavogi


Nú eru tveir dagar í árshátíð Jakanna og ekki laust við að það sé komin smá tilhlökkun í mann. Er einhver alvara í því að drekka kokteila eða verður bara gamli góði mjöðurinn sötraður? Var bara svona að spá því þá þarf maður að kaupa í það. Annars sættir maður sig við svo sem hvað sem er...

Kveðja úr Vesturbænum


Setti inn loftmynd sem ég átti af leiðinni yfir Leggjabrjót sem að hluti hópsins fór yfir síðasta sumar.

miðvikudagur, nóvember 21, 2007

Fyrir þá sem hafa gaman af Ricky Gervais

Ricky Gervais Politics Tour Live

Hluti 1:
http://www.youtube.com/watch?v=a32A_lFQtoE

Hluti 2:
http://www.youtube.com/watch?v=dmjwIqhqMI8

Hluti 3:
http://www.youtube.com/watch?v=F06mxL31K_E

Hluti 4:
http://www.youtube.com/watch?v=-cwPWqfzulc

Hluti 5:
http://www.youtube.com/watch?v=UGNDDT_iKgs

Hluti 6:
http://www.youtube.com/watch?v=UvwN3CfO560

Hluti 7:
http://www.youtube.com/watch?v=BRrzQf8I5nY

þriðjudagur, nóvember 20, 2007

Skemmtanahald

Árshátíð Jakana verður haldin 1 desember
Aðalréttur: Kjúlli með hrísgrjónum og naan brauði
Eftirréttur: Bettý
Staður: Kópavogur
(ef þið viljið hafa þetta annars staðar þá segið þið bara til)
Stund: 1.des kl 19:00
Sterkt áfengi verður í boði húsins*
*ykkur er velkomið að koma með bland
Miðaverð:1000 krónur
Vinsamlegast meldið ykkur hér fyrir neðan

miðvikudagur, nóvember 14, 2007

Slave of fashion?

Núna eru Jakarnir þekktir fyrir að vera mikið tískufólk og fylgja öllum nýjustu straumunum. Því kom mér það ekkert á óvart að sjá fulltrúa Jakanna í sjónvarpinu áðan á heitasta barnum á landinu í dag, Bar Panorama, í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Sátu þar Halldór og Valgerður í góðu yfirlæti yfir öli að mér sýndist. Ekki ómaklegt að fá að sjá Arnar Gauta í eigin persónu. Annars þótti mér bara svo gaman að sjá þau í hönnunarþættinum Innlit-Útlit. Hvað gerist næst? Verður Elías Már hjá Agli Helgasyni í bókmenntaþættinum Kiljunni á ríkissjónvarpinu?

Kveðja úr vesturbænum,

PS. á að halda upp á þriggja ára afmæli Jakanna með veglegu kökuboði eins og í fyrra?

fimmtudagur, nóvember 01, 2007

Til hamingju með daginn

Vildi bara óska ykkur til hamingju með daginn í gær... Vanilla Ice er orðinn fertugur.