föstudagur, mars 24, 2006

Allir í stuði!!!!!

Jæja Jakar, hvað er að frétta? það mætt halda að enginn væri með aðgang að tölvu, en svona er þetta bara. Þetta er búið að vera helv... dapurt undanfarið ekkert nýtt á þessari síðu síðan 5. mars. Ég held að það sé kominn tími til að skreppa í dagsferð eitthvert, kíkja í helli eða eitthvað sem ykkur dettur í hug bara í nágrenninu, það er nóg hægt að gera. Það virðist vera ómögulegt að skipuleggja ferð þannig að allir komist með, ef það á að gerast þarf það að vera með svona 6 mánaðar fyrirvara. Endilega látið heyra í ykkur og komið með einhverjar hugmyndir.

sunnudagur, mars 05, 2006

Fjallganga

Veðrið undanfarna viku er búið að vera frábært og í tilefni þess ákvað ég að skella mér í fjallgöngu á laugardagsmorguninn. Varð Skálafell vestan Hellisheiðar fyrir valinu. Þangað upp er einungis um klukkustundar gangur og hefur undirritaður sjaldan farið á eins víðsýnt fjall. Mæli hiklaust með því til uppgöngu fyrir gott útsýni með lítilli fyrirhöfn. Læt fylgja með hérna þrjár myndir af toppnum.

Kveðja úr Árbænum


Þarna má sjá Jarlhetturnar, Bláfell, Kerlingafjöll og inn á Hofsjökul.


Eins og sjá má var veðrið frábært og útsýnið eftir því. Þarna má meðal annars sjá Ölfusárósinn, Stokkseyri, Vestmannaeyjar og Eyjafjöll.


Strákurinn kominn á toppinn. Það má greina Skjaldbreið, Langjökul og Jarlhetturnar í baksýn.

fimmtudagur, mars 02, 2006

Eigum við ekki að fresta Jaka bústaðaferðinni fyrst við fáum ekki bústað sem allir eru sáttir við.

miðvikudagur, mars 01, 2006

Húsavík

Blessuð sé minning Húsavík. Bærinn átti blómlega framtíð fyrir sér meðal anars í ferðaþjónustu.

Nei nei segi bara svona, bara að velta fyrir mér afhverju ekki sé hægt að skoða bloggið lengur