laugardagur, apríl 29, 2006

Toppnum náð



Síðustu daga hafa tveir Jakar farið á Hvannadalshnúk á Öræfajökli. Níels fór fyrst á sumardaginn fyrsta og fór ég í gær 28. apríl. Ákvað að setja í gamni hér tvær myndir af toppnum í á okkar ágæta blogg. Níels þú verður að setja mynd af þér á toppnum líka. Kodak mómentin verða varla meiri...

miðvikudagur, apríl 19, 2006

Félagsmál

Jæja... mér var falið það verkefni að upplýsa alla Jaka um stöðu félags okkar hjá Ríkisskattstjóra.

Málið er eftirfarandi:
Ríkisdúddinn vildi ekki samþykkja okkur því við erum of þröngt félag (persónulega held ég að ég passi alveg ágætlega í þetta félag, veit ekki með ykkur fitubollurnar, heheh djók).
Samkvæmt lögum verðum við að vera opið félag sem þýðir að allir sem vilja mega ganga í það og því verðum við að breyta lögunum okkar samkvæmt því ef við viljum fá kennitölu (ekki panika alveg strax!!!). Svo látum við reyna á þetta aftur hjá Ríkisskattstjóra og hann gúdderar þetta (vonandi) en segjum svo engum frá þessu, þannig að þetta verður bara fyrir okkur, múhahahaha...

Hvað segið þið við þessu?

sunnudagur, apríl 16, 2006

Gleðilega páska!!! :)

Kæru Jakar nær og fjær

Ég vildi nú bara óska ykkur öllum gleðilegra páska og vona að þið borðið svo mikið af páskaeggjum að þið eigið eftir að æla og aldrei vilja borða páskaegg aftur!!! hehehe

Ég er nú í vinnunni bara að smjatta á einu páskaeggi nr. 6 frá Góu sem við gellurnar hér í lobbýinu fengum frá hvalaskoðunarfyrirtækinu Elding. Hálfglataður málsháttur: Stop dangling... go sea angling! eitthvað að prómóta að þeir séu komnir í sjóstangveiði líka...
Verð að reyna að hemja mig í nammiátinu í vinnunni, næsta vakt verður að fá eitthvað. Svo á ég líka eftir að borða mitt páskaegg sem ég á heima nr. 5 frá Nóa, það er alltaf best. Svo er það matur hjá tengdó í kvöld og líklega verður páskaegg nr. 1 á boðstólnum þar þannig að maður verður eins og bolti eftir þennan dag, við keyrum ekki heim, við rúllum bara, hehehe :)

Jæja bestu kveðjur til allra og vonandi að þið hafið það sem allra best í dag :)

Valgerður

mánudagur, apríl 10, 2006

Mánaðargjald Jaka

Er kominn reikningur fyrir mánaðargjöld Jaka? Bara svona að forvitnast vegna þess að lítið hefur heyrst um það eftir fundinn.

þriðjudagur, apríl 04, 2006

Stutt og laggott

Það voru aðeins fjórir Jakar sem fóru í fína göngu á laugardaginn, var þátttaka undir væntingum en vonandi verður þetta betra í sumar. Var gengið upp gil í Esjunni þar sem útsýni var gott og veður frábært, þó svolítið hvasst til að byrja með. Hundurinn Glói var að sjálfsögðu með í för og var sá eini sem notaði ferðina til að baða sig í ísköldum læk, einnig labbaði hann svona fjórum sinnum lengra en við hin til samans enda fór hann um allt. Legg ég nú til að við Jakar reynum að vera svolítið lifandi og fórum í dagsferð í lok apríl (29. eða 30. apríl) og svo aftur í maí og svo fram vegis.
Tillögur að dagsferð: Strútur, Skjaldbreið, Reykjanesið, nú eða bara hvað sem er. Endilega komið með tillögu að góðri ferð ef þið hafið áhuga.