Skálafell
Ég, Reynir og Halldór Skelltum okkur í smá göngu á sunnudaginn 24febrúar eins og áður auglýst var. Þar sem að þetta var konudagurinn ákváðum við að gefa konunum smá frí frá okkur einn dag.
Útsýnið var rosalegt enda skyggnið gott.
Á toppnum voru svo teknar myndir í tugatali. Þorstan slökkti Isostar blandið mitt, alveg rétt blandað í þetta skiptið og ískalt úr bakpokanum.
Halldór að pósa með Suðurlandið í baksýn, Ég má til með að nefna að Halldór tók með rjómasúkkulaði en ég var með rjómasúkkulaði með rúsínum og hnetum. Bara svona til að fyrirbyggja allan misskilning
Hér eru svo loftmynd af ferðafélögunum.
Ég að kíkja smá á toppinn áður en við snérum við.
Hér eru svo skuggarnir sem fylgdu okkur á leiðina á toppinn en voru svo undanfarar á leiðinni heim.