miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Afmæli Stebba og Jakanna

Hérna koma loksins nokkrar myndir bæði frá partýinu fræga og utanlandsferðinni okkar. Það var geysileg stemning í afmælinu eins og er nú oftast þegar Jakar koma saman, sérstaklega þegar áfengi er haft um hönd. Reyndar hittumst við frekar sjaldan án þess að það fylgi. Sjaldséður fugl lét sjá sig og voru auðvita allir mjög ánægðir með það, á að sjálfsögðu við um Finnboga Jaka.

Ps: nýjar myndir í bílahorninu


Afmælisbarnið skálar fyrir Jökunum Posted by Picasa

Sæt saman Posted by Picasa

Hamingjusamir Jakar á stórum tímamótumPosted by Picasa

Stuð undir lokin þegar mannskapurinn var búinn að hressa sig við með á meðal annars Stroh 80Posted by Picasa

Októberfest

Ein prosti, ein prosti...!! Brjáluð stemning í Paulaner-tjaldinuPosted by Picasa

Til borðs með alvöru bjórþömburum Posted by Picasa

Í 3.165m hæð yfir sjávarmáli Posted by Picasa

Sunnudagsganga í Ölpunum Posted by Picasa

Þórseðla Posted by Picasa

Tvö letidýr, annað reyndar útdauttPosted by Picasa

mánudagur, nóvember 28, 2005

Það er kominn tími til

Sælir allir JAKAR.

Þar sem Íþróttamálaráðherrann virðist vera týndur í Hafnarfirðinum og kemst ekki inn á óravíddir JAKA-bloggsins, ætla ég að gerast svo djarfur að setja á Keilumót JAKANNA 2005. Mótið verður haldið í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð þann 7. 12, já ég endurtek miðvikudaginn 7. desember kl. 20:30.

Eru JAKAR vinsamlega beðnir um að láta vita með því að svara hér að neðan um hvort þeir ætli að mæta eður ei.

Ég er nefnilega farinn að vera þreyttur á að vera Keilumeistari JAKANNA án þess að keppa.

Svo er það annað. Hvenær á að halda annan aðalfund og setja þessi blessuðu lög á félagið, hefja innheimtu félagsgjalda og fleira í þeim dúr.

Meira síðar.

Le Champion le Vin

föstudagur, nóvember 18, 2005

Úrbót!

Jæja... ég byrja á því að biðjast afsökunar á fjarveru minni á þessari góðu síðu undanfarið og óska um leið öllum Jökum til hamingju með afmælið. Jafnframt óska ég Reyni til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn og Stebba með áfangann!
En vegna árlegs viðburðar þá hef ég ákveðið að halda samkvæmi að heimili mínu á Lokastíg 28, 101 RVK næstkomandi laugardagskvöld (19.nóv) upp úr kl. 20.
Jökum og mökum velkomið að líta við í léttri sveiflu!
Kv. Viddi

föstudagur, nóvember 11, 2005

Í Tilefni Dagsins

Í tilefni dagsins vil nota tækifærið og óska öllum JÖKUM innilega til hamingju með daginn og koma um leið með nokkrar nýja tillögur. Nú þegar félagið okkar er orðið 1.árs og rétt byrjað að skríða er ekki úr vegi að fara ræða framtíðina. Á þessu ári sem hefur liðið hefur ýmislegt verið brallað svosem, Keiluferðir, sumarbústaðarferð, party, Fimmvörðuhálsgönguferð dauðans, hellaskoðunarferðir og ýmislegt fleira. En þetta er aðeins framtíðinn segi ég.
Á næsta aðalfundi sem verður haldin þegar öllum hentar legg ég til að tekin verða upp reglur JAKANA og Félagsgjöld, fara í að framleiða merkið og fána, skipulegja hálendisferð og útilegur, svo eitthvað sé nefnt.
JAKAR er eitthvað sem við gerum verið öll stolt af og hver veit nema að á komandi öðru starfsári við komumst á blöð sögunar með áframhaldandi ævintýra og skemmtanaþrá.Ég sé fram á skemmtilegt starfsár með óvæntum uppákomum.
Við hittumst svo vonandi öll í kvöld, reyndar til að fagna öðrum tímamótum í lífi eins JAKANS en ég legg til að hrópað verði þrefalt húrra fyrir JÖKUM og auðvitað líka Stebba í kvöld.
lifið heil
Hilmar Spámaður

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Föstudagurinn 11. nóv!

Sælt veri fólkið,

Þá er komið að "stór" afmælinu, á morgun!
Mig langaði nú bara að tjekka á því hverjir ætli að mæta svo maður viti hverju maður á von á þar sem að ýmsir meðlimir Jakanna eru með eindæmum vafasamir sekkir !

Hilsen,
KANSLARINN

mánudagur, nóvember 07, 2005

15.000

Veit ekki hvort einhver hafi tekið eftir þessu en ég kíkti á síðuna áðan um kvöldmatarleytið og var heimsókn númer 15.001. Ekki slæmt miðað við ekki ársgamalt félag.
Hilmar Spámaður

föstudagur, nóvember 04, 2005

Tilkynning!

Nú fyrr í kvöld var dóttur okkar Sólrúnar skýrð í fallegri athöfn heima hjá okkur í Árbænum. Eftir stutta athöfn hafði stelpan fengið nafn og er það Lydía Líf Reynisdóttir. Heilsast barni vel ásamt móður og föður.

Kveðja úr Árbænum,

Reynir, Sólrún og Lydía

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Ég var sannspár

Það er ekki á hverjum degi að maður reynist sannspár. En í þessu tilviki hef ég verið það, ekki nema að Einar Bárða og Þorvaldur Bjarni hafi ekkert annað að gera en að stela hugmyndum frá bloggsíðu JAKANA. Þetta er klárlega stuldur á hugmynd JAKANA og legg ég til að við fáum 20milljónir í ferðasjóð fyrir svona gróft brot.
Legg ég til að Lögfræðingur JAKANA verði kosinn á næsta aðalfundi. Hann/hún mun halda utan um lög JAKANA og Standa í málaferlum.
Ég Hinsvegar sæki hér með um að fá embætti mitt breytt úr Ímyndasköpuður JAKANA í Spámaður JAKANA

Færsla frá 15.desember 2004
Jólaglögg
Jæja þá er farið að líða að jólum og ég er að verða geðveikur á lestri bókarinnar Remote sensing and image interpretation. Bara búinn að lesa hana í svona viku núna, lífið snýst hreinlega þessa dagana um að lesa jörðina að ofan.Ein svo pæling með komandi Afríkuferð ég er komin með hugmynd að því að vinna okkur inn milljarða. sko hér er pælingin, nú í ár var lagið með Band-Aid endurútgefið þarna lagið do they now it´s X-mas eitthvað. útgáfan var að 20ár voru síðan eða eitthvað álíka. Það er bara gott og blessað en það sem margir eru búnir að gleyma er að Íslendingar reyndu það sama með útgáfu lagsins, Hjálpum þeim með hjálparsveitinni. Fyrir þá sem eru ekki að kveikja þá getið þið nálgast það hér. málið er þannig að það var gefið út 1985 svo það er ekki 20 ára fyrr en 2005. hvað segið þið eigum við að slá til og endurútgefa lagið áður en birgitta, jónsi, nylon og fleiri börn Einars Bárða ákveða að arðræna íslensku þjóðina en einu sinni.Allir að sækja lagið og byrja að æfa sigég panta að syngja línurnar hans Eiríks Haukssonar

„Hjálpum þeim" gefið út að nýju
Þeir Einar Bárðarson, tónleikahaldari og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarmaður, eru þessa dagana að undirbúa framleiðslu á nýrri útgáfu af laginu „Hjálpum þeim" sem var upprunalega hljóðritað árið 1986, gefið út og selt til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar.
Lagið var sungið af mörgum helstu söngstjörnum á þeim tíma, svo sem Bubba Morthens, Helgu Möller, Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, Björgvin Halldórssyni, Eiríki Haukssyni, Kristjáni Jóhannssyni, Þórhalli Sigurðssyni og Pálma Gunnarsson.
Samkvæmt upplýsingum frá Einari Bárðarsyni verður nýja útgáfan tekin upp í nóvember og er platan væntanleg í verslanir og á Tónlist.is um næstu mánaðarmót. Allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til Hjálparstarfs kirkjunnar rétt eins og árið 1986 þegar lagið var fyrst gefið út, m.a. með vísun til söfnunar vegna jarðskjálfta, sem nýlega urðu í Pakistan og á Indlandi.
Nýja útgáfan er unnin í samvinnu við Jóhann G. Jóhannson og Axel Einarsson, höfunda lagins, sem báðir hafa lýst yfir ánægju sinni yfir því að lagið verði nú endurunnið. Björgvin Halldórsson, sem stjórnaði upptökum á á laginu árið 1986, hefur einnig verið með í ráðum við endurgerðina.


Það er skítalykt af þessu öllu saman
Hilmar Spámaður