Hellarannsóknir Norðanlands
Lofthellir í Mývatnssveit
Við Herdís og diggur aðstoðarmaður okkar Friðgeir skelltum okkur í smá hellarannsóknir með Ferðafélagi Akureyrar.
Keyrt var að Lofthelli í Mývatnssveit sem er illa merktur í mývatnssveit (Ekki örvænta ég tók niður gps punkt)
Hér erum við bræður inní hellinum. Ekki komumst við lengra í þetta skiptið en mest allur hellirinn var þakinn ís
Herdís á leið niður ísbrekkuna, best var að halda sér fast í kaðalinn annars mátti maður búast við harðri lendingu.
Til að komast inn og út um Hellinn þurfti svo að troða sér í gegnum litla rifu á bakinu.
Get ekki annað sagt að ég mæli með þessum helli.