sunnudagur, júní 25, 2006

Hellarannsóknir Norðanlands

Lofthellir í MývatnssveitVið Herdís og diggur aðstoðarmaður okkar Friðgeir skelltum okkur í smá hellarannsóknir með Ferðafélagi Akureyrar.
Keyrt var að Lofthelli í Mývatnssveit sem er illa merktur í mývatnssveit (Ekki örvænta ég tók niður gps punkt)

Hér erum við bræður inní hellinum. Ekki komumst við lengra í þetta skiptið en mest allur hellirinn var þakinn ís

Herdís á leið niður ísbrekkuna, best var að halda sér fast í kaðalinn annars mátti maður búast við harðri lendingu.

Til að komast inn og út um Hellinn þurfti svo að troða sér í gegnum litla rifu á bakinu.

Get ekki annað sagt að ég mæli með þessum helli.

miðvikudagur, júní 21, 2006

Smá fréttir
Jæja, smá fréttir af manni. Ég skellti mér norður um síðustu helgi og gisti á Skagaheiði í kofa án rafmagns, vatns og hita. Þannig á þetta að vera!! Skellti mér í gamni í eina létta göngu upp á Spákonufellsborg fyrir ofan Skagaströnd. Eftir gönguna var að sjálfsögðu heilsað upp á Hallbjörn í kántríbænum góða og einn hamborgari étinn þar. Læt fylgja með nokkrar myndir úr göngunni ásamt kofanum fallega sem að ég gisti í.

föstudagur, júní 16, 2006

Enski Fótbolti.net

Fyrir þá JAKA sem þyrstir í boltafréttir, þá hef ég verið beðinn að sjá um enska hluta Fótbolti.net síðunnar. Endilega kíkið á hana.

http://www.fotbolti.net/eng/frettir.php?&flash=true

Kveðja, Doddi.

sunnudagur, júní 11, 2006

Glymur 2006

Við fórum ekki í útilegu eins og fyrr var ætlað á laugardaginn. Í staðinn var gengið upp að Glym hæsta fossi landsins eins og fólk þekkir hann

Ferðinn gekk vandræðalaust fyrir sig
og Fólk féll í faðmlög undir lokinn

föstudagur, júní 09, 2006

Út-lega

ætlaði að reyna að setja póst inn hérna í gær en það var ekki að virka, Blogger lokaður vegna viðhalds.
Jæja ætlum að fara nokkur ég Herdís, Halldór & Valgerður og 'Asta og Stebbi í útilegu í eina nótt á morgun laugardag hvernig sem viðrar.
Þá er maður búinn að láta vita af þessu
veriði sæl
Hilmar upprennandi knattspyrnumaður

fimmtudagur, júní 01, 2006

Ekkert að gerast

Jæja það var nú etthvað lítið úr þessari helvítis jeppaferð sem okkur var boðið í vinnunni. Veðrið víst vitlaust í fyrra skiptið svo eru allir alltaf svo uppteknir.
Allavega þá er maður að vinna um helgina en það er víst frídagur hjá flestum á mánudaginn.
Er fólk til í einhvern hitting á sunnudagskvöldið kannski? láta bara ráðast eftir veðri hvað við gerum. drekkum bjór & Grilum eða bara löbbum á Esjuna?
Svo má nú alveg koma með fréttir eða brandara hérna inn til að hressa aðeins upp á þessa síðu.
Bestu kveðjur úr Kópavoginum
Himmi