fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Bjór, gos, vatn

Þeir Jakar sem vilja drekka á föstudaginn, og skiptir þá ekki máli hvort að það sé áfengt eða óáfengt eru velkomnir á Þrastarhöfðann. Hægt er að hafa sofandi ísmola í ákveðnu herbergi í íbúðinni þannig að allir geta komið og haft gaman saman.

kv
Stjórnin

mánudagur, nóvember 13, 2006

Hverjir vilja vera Jakar??????

Þá eru Jakarnir orðnir 2. ára og þeir sem mættu í afmæliskaffið síðasta laugardag skemmtu sér vel án allra áfengra drykkja. Auðvitað voru ísmolarnir mættir á svæðið og held ég að þeir hafi haft það fínt. En eins og í öllum félagsskap eru alltaf einhverjir sem eru ekki virkir félagar og þannig er það í Jökunum líka. Nokkur nöfn á listanum hafa ekki verið virk í nokkurn tíma og finnst mér að þau nöfn eigi ekki heima lengur á síðu Jakanna. Ef hins vegar þessi nöfn vilja vera áfram meðlimir í Jökum er það sjálfsagt og þá er um að gera að commenta á þennan póst. Endilega látið í ykkur heyra bæði virkir og þá óvirkir Jakar sem vilja vera virkir. Ef þeir sem ekki eru búnir að vera virkir undanfarið ár verða ekki búnir að segja til sín fyrir 1. desember verður nafn þeirra tekið út af síðu Jakanna.
kv
Harðstjórinn

föstudagur, nóvember 10, 2006

Laugardagurinn 11. nóvember Jakar 2. ára

Mæting á Þrastahöfðan kl 1500.

Doddi og Addú: Ricekristpís kaka
Elli: Gos og mjólk
Valgerður og Halldór: Valgerður bakar köku
Stebbi og Ásta: Koma með eitthvað
Reynir og Sólrún: Koma með eitthvað
Hilmar og Herdís: Koma með eitthvað

Ekki er vitað til þess að fleiri ætli að mæta en ef fleiri mæta þá koma þeir aðiliar með eitthvað með sér sem þeim finnst við hæfi í 2. ára afmæli Jakanna.

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Afmæli Jakanna

Jæja hvað segið þið með afmælið?? Á ekki að gera eitthvað? Við Stebbi getum ekki verið með þetta í þetta skiptið þar sem að Eiríkur er enn svo lítill (Sorrý). En mér finnst nú endilega að við eigum eitthvað að gera í tilefni þessa merka áfanga. Endilega komið með uppástungur!
Kannski gætum við farið í létta göngu, við erum nú einu sinni háskólamenntaðir útilegumenn.
Kv. Fjölskyldan á Kjalarnesi