föstudagur, ágúst 31, 2007

Eiríkur 1 árs


í tilefni af því set ég þessa mynd inn sem ég er ótrúlega ánægð með, þrátt fyrir að Stebba finnist þetta ekki nógu merkilegur leikari. Hittum súkkulaðidrenginn Jared Leto í Köben á dögunum.

Annars erum við til í hitting á næstunni, helgin er reydar nokkuð þétt hjá okkur, en annars erum við bara nokkuð laus.

þriðjudagur, ágúst 28, 2007

Hvað er að frétta af Jökunum

Eru allir nú þegar farnir í dvala fyrir veturinn ? Ég held að þetta sé með því lélegasta útivistarsumari hjá okkur í ár, einungis ein útilega og ekki útlit fyrir fleirum. Himmi fór reyndar í nokkrar göngur en mest lítið annars gert. Það verður sko fjárfest í góðum göngupoka handa Arngrími næsta ár og farið upp á fjöll !

Hvernig væri að hafa smá Jaka hitting, sýna sig og sjá aðra ? Þó það væri nú ekki nema að grilla pylsur eða hittast yfir vöfflum með rjóma !

Látið í ykkur heyra

sunnudagur, ágúst 12, 2007

Keppnin

föstudagur, ágúst 10, 2007

Kvartmila

Jæja þá er komið að því, á morgun mun Stebbi loks taka þátt í keppni um kl 13:00. Keppnin fer fram upp á kvartmílubraut og ég held að það kosti um 1000kr inn. Vildi bara láta ykkur vita ef einhver hefur áhuga.
Kv. Ásta

Ps: já keppnin mun fara fram svo framalega sem það rignir ekki

fimmtudagur, ágúst 02, 2007

Bláa þruman prófuð