fimmtudagur, febrúar 28, 2008

Skálafell

Ég, Reynir og Halldór Skelltum okkur í smá göngu á sunnudaginn 24febrúar eins og áður auglýst var. Þar sem að þetta var konudagurinn ákváðum við að gefa konunum smá frí frá okkur einn dag.


Ferðinni var heitið á Skálafell á Hellisheiði, ég er nú ekki sá staðkunnugasti en þið bara leiðréttið mig ef það er eitthvað.

Við lögðum af stað upp úr birtingu og tók gangan upp ekki um nema einn og hálfan tíma enda mikið frost og harðfenni sem að flýtti förinni yfir snjóinn. Við áttum þó í smá vandræðum með fyrstu brekkuna en þar komu göngustafir Reynirs að góðum notum. Alveg á hreinu að fyrir næstu ferð verður að ráða bót á því, fara útí búð og fjárfesta strax í göngubroddum og ísexi.
Það er óhætt að segja að Veðrið hafi leikið við okkur, Sólinn heiðraði okkur með nærveru sinni þó svo að það hafi verið frekar kalt eða um -9°C svo má áætla að vindkælingin hafi bætt við nokkrum stigum en hún sagði nú ekki til sín nema við rætur fjallsins og á Toppinum.Útsýnið var rosalegt enda skyggnið gott.

Á toppnum voru svo teknar myndir í tugatali. Þorstan slökkti Isostar blandið mitt, alveg rétt blandað í þetta skiptið og ískalt úr bakpokanum.

Fáninn frá 66°norður var með í för enda stóð klæðnaðurinn sig prýðisvel að vanda ;)
Halldór að pósa með Suðurlandið í baksýn, Ég má til með að nefna að Halldór tók með rjómasúkkulaði en ég var með rjómasúkkulaði með rúsínum og hnetum. Bara svona til að fyrirbyggja allan misskilning
Hér eru svo loftmynd af ferðafélögunum.
Ég að kíkja smá á toppinn áður en við snérum við.
Hér eru svo skuggarnir sem fylgdu okkur á leiðina á toppinn en voru svo undanfarar á leiðinni heim.
Næst er svo Skarðsheiði á Laugardaginn með Fjallaleiðsögumönnum og 66°north og lofar veðurspáinn svipuðu veðri eða jafnvel betra, takk fyrir og góða nóttmánudagur, febrúar 18, 2008

Búrfell

Við Félagarnir fórum í smá göngu á laugardagsmorgunin í tilefni þess að stefnt er á hnjúkinn innan skamms. Mikilvægt er að vera kominn í gott form fyrir slíka göngu og er því hver stund þessa dagana nýtt í gönguferðir.


Í þetta skiptið var lagt eðeins of snemma af stað um morguninn, þurftum að bíða í bílnum þangað til að það birti almennilega.
Ferðinni var heitið uppá Búrfell sem er nú ekki það hátt fjall en smá ganga til að koma hjartslættinum af stað. Gengið er upp gjá sem heitir Búrfellsgjá og er margt að skoða á leiðinni eins og gömul fjárrétt, skútar og byrgi. Einnig eru í henni nokkrar mjög djúpar sprungur fullar af vatni svo hafa skal varan á þegar gengið er fyrst um sinn.


Jæja eftir mörg stopp og hellarannsóknir varð ég að fá eitthvað action í blóðið og lét mig hanga fram af þessum 3m háa kletti

Ég kominn uppúr Búrfelsgjá. En þess má nefna að skilyrði til myndatöku voru frekar slæm, Rigning, lágskýjað og rok þannig að nær allar myndir í ferðinni voru hreyfðar eða ekki í fókus

Hér bregður Reynir á það ráð að krjúpa svo að hann haldist stöðugri fyrir myndatökuna

Hér er ég að skríða á topp Búrfells sem er um 179m á hæð uþb 100m hækkunn (rosalegt)

Ein smá photoshoppuð í lokinn Reynir á toppi Búrfells

Svo er bara æfing með Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum á Miðvikudaginn og einhver svipuð ganga plönuð næstu helgi allir velkomnir með

Himmi

sunnudagur, febrúar 10, 2008

Myndir


Myndir frá því í gær eru á leiðinni á Flickr síðuna í þessum skrifuðum orðum.


Hér eru vinningshafarnir, eyrnapinninn sem var valinn frumlegasti búningurinn og flottastur var Hilmar´s ofur egó

þriðjudagur, febrúar 05, 2008

Búningapartý Jakanna 2008


Þá er búningapartýið handan við hornið og allir jakar eflaust sveittir við að leggja lokahönd á meistaraverkið.
Húsið opnar klukkan 8.
Fyrir þá sem muna ekki þá búum við á Sævangi 19.
kveðja
Doddi og Addú
PS. Get komist yfir bjórdælu ef áhugi er fyrir hendi á slíku. Þarf þá að hendast eftir einum kút.

mánudagur, febrúar 04, 2008

Laugardagurinn 9. febrúar

Þá styttist í hittinginn sem verður næsta laugardag í Hafnarfirði.
Hvenær á að mæta?