mánudagur, janúar 31, 2005

Afmælisbarn dagsins!!

Afmælisbarn dagsins er hann Níels Einar Reynisson. Hann hefur komið víða við á langri og viðburðarríkri ævi sinni. Hérna sést hann við rannsóknir við Sólheimajökul síðastliðið vor.

Til hamingju með daginn í dag Níels.

Áróðursmálaráðherra

þriðjudagur, janúar 25, 2005

Sumarbústaður - Skorradalur

Jæja nú er ég búin að panta bústað og við þurfum að fara að borga fyrir hann. Við áttum nú reyndar að ganga frá greiðslunni í gær (mánudag, 24.01), en þetta hlýtur nú samt að bjargast. Við verðum að ganga frá þessu í vikunni og því fyrr því betra. Ég legg til að þið hringið í mig og ég gef ykkur upp banka númerið mitt og þið getið lagt inn á reikninginn hjá mér. Þetta verður um 1000 kall á mann ( 2000 kall á parið). Bústaðurinn kostar 10.500kr fyrir þrjár nætur, ef það verður eitthver afgangur þá kaupum við bara Viskí-flösku eða eitthvað.

Ps: Til hamingju með afmælið aftur Elli, við ætluðum að koma til þín laugardagsnóttina en Stebbi losnaði ekki úr vinnunni fyrr en 02:00 og okkur fannst það vera of seint. En við þökkum kærlega fyrir sönginn á föstudagskvöldið, það var þó sárabót.

Ég verð við símann: 6963239 fyrir þá sem eru ekki með það á hreinu :)

mánudagur, janúar 24, 2005

Ég vil nota tækifærið og þakka fyrir mig, þetta var hörkuafmæli og stórslysalaust. En ég held að það sé komið á hreint að Elli lifir tvöföldu lífi. Þessi mynd fannst á myndasíðu fjallsins og ég veit ekki hvað drengurinn hefur nú verið að gera af sér. Kannski hann eigi ættir að rekja til Frakklands, ég segi bara skál og Ommelette de frômage!


Himmi

föstudagur, janúar 21, 2005

Slúður dagsins

Heyrst hefur að Elli ætli að taka lagið ,,nothing else matters" með Metallica í singstar í kvöld í söngkeppni Fjallsins. Salurinn á eftir að tryllast þegar það gerist. Náðist þessi mynd af honum Ella í gærkvöldi fyrir framan sjónvarpið við stífar æfingar. Sést vel á myndinni hve vel hann lifir sig inn í lagið.

Að lokum vil ég minna á afmælisboðið hans á morgun þar sem vonandi sem flestir Jakar og Makar sjá sér fært að mæta.

Áróðursmálaráðherra

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Endalaus veikindi alltaf

Ég verð því miður að hryggja ykkur á því að ég kemst líklega í afmæli til Ella á laugardaginn þar sem að hitt afmælið hefur frestast vegna veikinda. Það er víst eitthvað í tísku núna að verða veik/ur á örlagastundu. Svo við sjáumst vonandi hress á laugardaginn hjá Ella

þriðjudagur, janúar 18, 2005

"Mynd-skoðun"!

Jæja....djöfull er/var kalinn smekklegur.....einmitt! Legg til að Kanslarinn fái að "Mynd-skoða" allar þær myndir sem verða publiseraðar hér eftir á Jakasíðunni! En annars var þetta helvíti skemmtileg veisla, get nú ekki sagt annað. Reynir á hrós skilið. Vonandi að veislan næstkomandi helgi, hjá Ella, verði eitthvað í líkingu við veisluna hans Reynis.

KANSLARINN

Séð&Hör

jæja þá eru komnar ljósmyndir frá afmæli Reynis
Best er að byrja neðst og vinna sig upp. svona einhverskonar frásögn með myndunum fyrir neðan þær. jæja enjoy

Við ljúkum þessari myndaumfjöllun með Kanslaranum í góðum fíling

Himmi

Elías að gæla við ímyndaðan vin sinn sem situr hægra megin við hann. Elías var búinn að vera mikið veikur um jólin og tautaði ótt og títt með sjálfum sér Æ sí ded pípol

Himmi

HeiðursJakinn og Foreldrar (Jakinn er í miðjunni) vildi ekki láta mynda sig of mikið með foreldrunum. gæti verið að hann sé með snert af unglingaveiki

Himmi

Valgerður og Inga slepptu varla hvor annari allt kvöldið og ákváðu seint um kvöldið að gefa út barnabók fyrir næstu jól um krakka á húsavík sem lenda í ævintýrum

Himmi

Doddi stóð sig vel í drykkjunni þetta kvöld og átti ljósmyndari Jakana og Fjallsins mjög erfitt með að festa Jakann á filmu enda notaðist hann við digital myndavél

Himmi

Kátt var á hjalla hjá nýstofnuðu Áhugamannfélags innan Jaka um þýska tungu eða Die Eisschollen

Himmi

Halldór hélt varla höfðinu uppi og sleppti ekki takinu af Carlsberg flöskunni sinni, sem var tóm mest allt kvöldið

Himmi

Stebbi&Ásta héldu uppi stemmingu fyrripart kvöldsins og létu sig svo hverfa

Himmi

Kanslari Níels Mætti á svæðið og hélt uppi stuðinu

Himmi

Endalaus afmæli alltaf

Ég verð því miður að hryggja ykkur Jaka og jafnvel Maka með því að tilkynna hér með að ég kemst að öllum líkindum ekki í Afmælið til Ella vínmeistara og keilugrís (Nýtt orð yfir ella sem hann hlaut í síðasta pósti frá Halldóri). Þannig er mál með Vexti að 2 fyrrverandi bekkjarsystur mínar og góðar vinkonur ætla að halda upp á 50ára afmæli sitt n.k. laugardag að öllum líkindum. Ég vissi um leið og Elli frestaði Afmælinu að það yrði eitthvað vesen. Annars er maður bara bókaður í afmæli langt fram í febrúar eða eitthvað álíka. Áður en svo allt þetta afmælisvesen ákvað Herdís að halda party heima fyrir sína vini n.k. föstudag svo það lítur út fyrir að maður verði ansi blautur í lok mars c.a.
Hvað er annars í gangi á maður ekki að vera vinna streitulaust í þessu B.s. drasli
Ein hugmynd svo í lokinn hvernig væri að útbúa síðuna Makar, félag maka háskólamenntaðra jaka. kannski einum og langsótt
p.s. svo kannski maður hendi nokkrum myndum úr síðasta afmæli bráðum inn

mánudagur, janúar 17, 2005

Keilumót Jaka nr 2

All svakalegt keilumót var haldið í gær sunnudag. Það er óhætt að segja að nýjir spilarar hafi komið á óvart því Stefán og Herdís sýndu afburða spilamennsku. Valgerður byrjaði vel með feikju og Elli var með fellu í öðrum ramma (grís). Halldór byrjaði ágætlega og náði feikju í öðrum ramma. Lítið markvert gerðist fyrstu fimm rammana þar til Elli tók þrjár fellur í röð í sjötta, sjöunda og áttunda ramma og var sigurinn þá í höfn. Örugg spilamennska þar á ferð. Stefán veitti Ella harða mótspyrnu með fellu í sjöunda ramma og feikju í þeim níunda. Halldór náði fellu í loka rammanum sem tryggði honum þriðja sætið af Hilmari. Eitthvað var talvan að spila okkur grátt því fyrir felluna hjá Halldóri fékk hann tvær fellur. Hilmar spilaði af nákvæmni allan leikinn og var með þrjár feikjur. Valgerður og Herdís háðu harða keppni á botninum en svo fór að Herdís hafði betur með 60 stig en Valgerður náði 54 stigum. Elli stóð uppi sem sigurvegari með 153 stig sem er ekki Jakamet, met Jakanna er 158 stig en Elli á einmitt það met. Fyrir mótið var Stefán nokkuð sigurviss og með yfirlýsingar um sigur á Ella en það gekk ekki eftir. Það er því stefna allra Jaka hér eftir að sigra Ella í keilu á árinu og komandi árum.

Valgerður heldur utanum skorið og því er mikilvægt að taka þátt í sem flestum mótum Jakanna því heildarstig fyrir önnina verða talin saman og fá efstu þrjú sætin KANNSKI verðlaun.

Úrslit kvöldsins:
Elli 153 stig
Stefán 104 stig
Halldór 101 stig (leiðrétt eftirá vegna tölvumistaka)
Hilmar 100 stig
Herdís 60 stig
Valgerður 54 stig (bara spurning um að vera með)

Næsta mót verður haldið í febrúar, reynum að stefna á eitt til tvö mót í mánuði. Fólk hlítur að meika það.


föstudagur, janúar 14, 2005

Er einhver áhugi á fundi og keilu eða hvað????

Jakar hafa lítið látið heyra í sér varðandi fund og keilu á sunnudaginn kemur. Til þess að þetta gangi upp þarf að sína áhuga og segja ykkar skoðun á þessu. Hvað viljið þið gera? Látið heyra í ykkur svo að hægt sé að plana þetta.

kv

PS. Til hamingju með daginn Ásta.

Afmælisbarn dagsins!!!

Afmælisbarn dagsins er Ásta og er hún 24 ára í dag. Ásta hefur komið víða við á langri ævi sinni. Þessi mynd af henni náðist við hæsta rofabarð í heimi fyrir nokkrum árum á ónefndum stað í Krýsuvík.




Ásta, til hamingju með daginn í dag.

þriðjudagur, janúar 11, 2005

Afmælisveislu frestað um viku og einn dag

Sæl öll

Ég hef tekið þá ákvörðun að fresta veislunni sem ég var búinn að plana mér til heiðurs. Veislan átti að vera á föstudaginn kemur kl. 21 en verður þess í stað laugardaginn 22. janúar kl. 21:00.
Ástæða þessa er veikindi mín.

Elías a.k.a. Vínmeistari

eða einhvernvegin svona

Himmi

Mig minnir að þetta hafi verið lokaútgáfan sem allir voru búnir að samþykkja hér um bil átti bara eftir að færa ísland aðeins lærra

Himmi

mánudagur, janúar 10, 2005

Núna verðum við að gera eitthvað

Sælir Jakar nær og fjær.
Núna verðum við að fara að standa undir nafni og rífa þennan félagsskap upp aðeins. Legg ég til að komið verði á "fundi" sem fyrst og í kjölfarið haldið fyrsta keilumót Jakanna 2005. Ætla ég að gerast djarfur og segja að þetta verði sunnudaginn 14. janúar 2005. Það hundleiðist hvort eða er öllum á sunnudagskvöldum og ekkert að gerast. Þess vegna látum við þetta gerast á sunnudaginn kemur. Fundurinn verður haldinn á góðum stað sem verður ákveðinn í vikunni og keilumótið verður pottþétt í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð.
Á fundinum verður tekin ákvörðum með febrúarferðina og árgjöldum komið á hreint, auk þess sem Jakamerkið er ekki 100% tilbúið að ég held, einhver smáatriði sem voru ekki komin á hreint.
Sem sagt á sunnudaginn kemur eru Jakar að gera þetta:
Fundur: Ferð, árgjöld, jakamerki
Keila: vinna Ella

kv
Féhirðir

laugardagur, janúar 08, 2005

Kvöldið

Sælir Jakar, nú er maður orðinn 25 ára gamall og ætla ég að halda upp á það í kvöld. Vonandi sjá sem flestir Jakar og Makar sér fært að mæta. Allavega þá er öllum Jökum og Mökum boðið. En já heyrst hefur að Elli ætli að stela allri athyglinni frá mér þar sem að hann á afmæli í dag. Hann er þessi athyglissjúka týpa sem elskar athygli.

Segi nú bara svona en annars til hamingju með daginn í dag Elías Már Guðnason!!! Velkominn hálffimmtugshópinn.

föstudagur, janúar 07, 2005

Sælir Jakar,
Þá fer nú að líða að febrúar ferðinni. hvenar átti hún annars að vera? var það 19.feb nokkuð (Gæti verið að fara norður á árshátíð með Herdísi þá sko) Allavega þá langar mig alveg að fara í jaka ferðina sko bara líka fínt að fara fljúga norður og gista á Hóteli. Hvað stendur annars til að gera þarna í ferðinni hvað er hægt að gera og svoleiðis. þurfum við ekki að fara ákveða eitthvað fyrir utan að drekka að sjálfsögðu. Annars býst ég við að sjá sem flesta í fyrsta jaka afmæli ársins á morgun. já og Til hamingju með afmælið Reynir
Servus

þriðjudagur, janúar 04, 2005

Fastur á Akureyri

Sælir félagar Jakar og stuðningsmenn. Þá er maður farinn að verða tilbúinn að snúa aftur heim eftir smá dvöl hér norðan heiða, en nei náttúruöflin eru ekki að leyfa það. Veðrinu er reyndar að slota en þá kemst maður ekki með flugvél þar sem að það eru svo margir að bíða eftir flugi. Annars er maður búinn að hafa það fínt um jólinn og ég get ekki beðið eftir því að komast suður sérstaklega Þar sem ég hef ekki en hugmynd um hvað ég á að skrifa BS ritgerðina mína. jæja bara svona að láta vita af sér, vona að ég verði kominn í tæka tíð fyrir komandi afmæli. kveðjur að norðan
Himmi